Lotning og lífsgleði
Hvernig förum við að því að tendra lífsneistann og lifað okkur til ánægju alla daga þrátt fyrir það sem á undan er gengið – hvernig maður getur orðið sinn eigin ,,Gleðimálaráðherra”.
Tilvalinn fjarfyrirlestur sem skilur eftir veganesti í hugum & hjörtum fólks en er um leið ,,peppandi“. Einlægni, húmor, fræðsla & fjör.
Lotning og lífsgleði
Tendraðu lífsneistann
Markmiðið er að gefa þátttakenda tæki og tól til þess að geta tendrað lífsneistann og lifað sér til ánægju alla daga þrátt fyrir það sem á undan er gengið – hvernig maður getur orðið sinn eigin ,,Gleðimálaráðherra”.
Lotning (e. awe) er eitt helsta rannsóknarefni fræðimanna í mannrækt nú um stundir. En hvað er lotning og hvernig má auka lífsgleði og lifa sér til ánægju sérhvern dag þrátt fyrir allt sem á undan er gengið?
Rætt verður um mikilvægi þess að undrast og hrífast í lífinu en samkvæmt rannsóknum upplifir aðeins minni hluti fólks lotningu í lífinu. Farið er í ferðalag inn á við og aftur í tímann þegar við vorum börn og sáum heiminn í öðru ljósi: Allt var merkilegt og lífið var eitt stórt kraftaverk. Við vorum hamingjusöm ,,af því bara“ – við vorum frjáls.
Fjallað verður um þá dásamlegu eiginleika sem börn hafa og sýnt fram á hvernig hægt er að ná þeim aftur með því að tengjast barninu innra með sjálfum sér – kjarnanum.
Dæmi um spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:
- Hvenær lékstu þér síðast?
- Hvað er lotning & skiptir hún máli?
- Hvernig tendrar þú lífsneistann?
- Hver er munurinn á því að ,,vera bara til“ og lifa sér til ánægju?
- Hvernig getur þú verið þinn eigin ,,Gleðimálaráðherra?“
- Hvað geta börn kennt okkur um líðan, samskipti og sjálfstraust?
- Hver eru helstu áhrif viðhorfa á líf okkar & líðan?
- Hvernig getur þú skapað þér skemmtilega framtíð og lifað þér til ánægju?
Á meðan við reynum að kenna börnunum okkar eitthvað um lífið þá kenna börnin okkur í rauninni um það hvað lífið raunverulega snýst… Um hvað snýst lífið fyrir þér?
Einlægni, húmor, fræðsla & fjör.
Fyrirlestur sem skilur eftir veganesti í hugum & hjörtum fólks en er um leið ,,peppandi“.
Fyrirlesari
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Lengd fyrirlesturs
45 mín
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.