Maður er manns gaman og „ógaman“

Góð samskipti þar sem virðing, vinsemd og traust er í forgrunni eru samkvæmt rannsóknum talin lykillin að hamingjunni.

Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.

Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.

SENDA FYRIRSPURN

 

Maður er manns gaman og „ógaman“

Árangursrík samskipti

Markmiðið er að gera þátttakanda kleift að bæta samskiptahæfni sína og eiga í betri samskiptum við annað fólk. Einnig að viðkomandi læri að vanda hin svokölluðu ,,sjálfskipti“ – hið innra samtal við sig sjálft sem mikilvægt er að vanda í hvívetna.

Góð samskipti þar sem virðing, vinsemd og traust er í forgrunni eru samkvæmt rannsóknum talin lykillinn að hamingjunni. Slæm samskipti eru einn helsti streituvaldur í lífi fólks. Samskipti geta því verið góð, slæm og allt þar á milli en ljóst er að áhrif samskipta hvers konar eru mikil á andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks.

Það er því til mikils að vinna með vönduðum samskiptum og bættri samskiptahæfni. Rannsóknir sýna að þeir sem búa yfir ríkri samskiptahæfni upplifa betri líðan og meiri árangur í lífi, leik og starfi en þeir sem rækta ekki þá hæfni.

Dæmi um spurningar sem teflt verður fram á fyrirlestrinum:

  1. Hvað eru samskipti?
  2. Hvað segja rannsóknir um samskipti?
  3. Hvað felst í vönduðum samskiptum?
  4. Hvernig má temja sér góða samskiptahæfni og ,,samskiptagreind“?
  5. Hver eru áhrif samskipta á streitu og líðan fólks?
  6. Hvað ber að varast í samskiptum?
  7. Hverjar eru orsakir og afleiðingar einmanaleika?
  8. Hvað felst í uppbyggilegum ,,sjálfskiptum“?

 

Orð geta stungið sem oddhvassar nálar. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 

Fyrirlesari

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

 

Lengd fyrirlesturs

45 mín

 

Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka