Meðganga og næring: Holl næring og hvað skyldi forðast
Næring verðandi móður hefur bein áhrif á vöxt og þroska barns í móðurkviði. Örnámskeið fyrir verðandi foreldra með Elísabetu Reynisdóttir næringarfræðingi hjá Heilsuvernd.
Meðganga og næring: Holl næring og hvað skyldi forðast
Holl næring á meðgöngu stuðlar að heilbrigði móður og barns. Rannsóknir sýna að mikilvægi næringarríkrar fæðu hefur áhrif á vöxt og þroska barns bæði á meðgöngu og síðar á ævinni. Fjallað verður um ákjósanlega næringu og þá fæðu sem skyldi forðast á meðgöngu.
Farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði en lögð áhersla á:
- Almenna næringu
- Algengar mýtur
- Langanir í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu
- Ráð við: Brjóstsviða, uppþembu og hægðatregðu
- Matarsýkingar
- Heilbrigðan lífsstíl
- Áhugaverðar mataruppskriftir
Fyrirlesari: Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur
Líflegt, gagnlegt og skemmtilegt örnámskeið fyrir verðandi foreldra með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi.
Opnar umræður verða í lokin þar sem þátttakendum verður gefið rými til að koma að sýnum vangaveltum um næringu.
Hvenær
Fyrirspurnir um næstu námskeið sendist á hv@hv.is
Staðsetning
Heilsuvernd – Heilsugæsla 1. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur
Sendu okkur fyrirspurn eða póst á betareynis@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.