Meðganga og næring: Holl næring og hvað skyldi forðast

Næring verðandi móður hefur bein áhrif á vöxt og þroska barns í móðurkviði. Örnámskeið fyrir verðandi foreldra með Elísabetu Reynisdóttir næringarfræðingi hjá Heilsuvernd.

Meðganga og næring: Holl næring og hvað skyldi forðast

Holl næring á meðgöngu stuðlar að heilbrigði móður og barns. Rannsóknir sýna að mikilvægi næringarríkrar fæðu hefur áhrif á vöxt og þroska barns bæði á meðgöngu og síðar á ævinni. Fjallað verður um ákjósanlega næringu og þá fæðu sem skyldi forðast á meðgöngu.

Farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði en lögð áhersla á:

  • Almenna næringu
  • Algengar mýtur
  • Langanir í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu
  • Ráð við: Brjóstsviða, uppþembu og hægðatregðu
  • Matarsýkingar
  • Heilbrigðan lífsstíl
  • Áhugaverðar mataruppskriftir

Fyrirlesari: Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur

Líflegt, gagnlegt og skemmtilegt örnámskeið fyrir verðandi foreldra með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi.

Opnar umræður verða í lokin þar sem þátttakendum verður gefið rými til að koma að sýnum vangaveltum um næringu.


Staðsetning

Heilsuvernd – Heilsugæsla 1. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka