Mitt líf – mín leið
Fjarnámskeið fyrir þá sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu á uppbyggilegan hátt.
Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur, heldur hvert þú ert að fara. Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið!
*Verð og nánar tímasetning auglýst síðar
Mitt líf – mín leið
Heildræn heilsufarsefling með heilsumarkþjálfun og sjálfsvirðingu að leiðarljósi
Markmið námskeiðsins er að virkja innri visku og styrk þjónustuþega svo hann/hún geti orðið sinn eigin markþjálfi í endurhæfingarferlinu, þ.e. tekið ríkari þátt í að móta þá endurhæfingarleið sem hentar, hvetur og kætir viðkomandi.
Heilsumarkþjálfun er virt og vinsæl aðferðarfræði þar sem hún þykir árangursrík við markmiðasetningu um heildræna heilsufarseflingu. Læknanemar í Harvard háskóla er til að mynda gert skylt að læra markþjálfun svo þeir geti nýtt aðferðarfræðina með sjúklingum sínum og þannig mögulega flýtt fyrir bata. Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar sem allar lúta að því að stuðla að persónulegum vexti einstaklinga, s.s. jákvæða sálfræði, HAM, stefnumótun, íþróttafræði, uppeldis- og kennslufræði, geðlækningar, sálgæslu og NLP.
Lokamarkmið markþjálfunar er að einstaklingar upplifi aukið sjálfstraust, sigra, sátt og þar með ríkari tilgang, lífshamingju og lífsgæði – því hver dagur er dýrmætur.
Efnistök námskeiðsins eru eftirfarandi:
- Markþjálfun og heilsumarkþjálfun sem fræðigreinar og verkfæri til valdeflingar
- Heildræn heilsufarsefling – markmiðasetning um betri líkamlega, andlega og félagslega heilsu
- Sjálfsþekking, sjálfsvirðing og sjálfsrækt
- Kortlagning á óskastöðu um góða heilsu, hamingju, jafnvægi, stolt og lífsgæði
- Farsæl endurhæfing: Að setja sér raunhæf, uppbyggileg og skemmtileg markmið
- Stuðningur og hvatning við gerð markmiða og eftirfylgni með þeim
- Að vera sinn eigin markþjálfi til frambúðar og skrifa betri næstu kafla í eigin lífssögu – taka ábyrgð á eigin heilsu, lífi og líðan
- Gagnræður: Sameiginlegur vettvangur visku & samlærdómur
Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur, heldur hvert þú ert að fara.
Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið.
Stjórnandi námskeiðs
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Tímalengd
6 skipti, kennt er 2 klst. í senn
Staðsetning
Fjarnámskeið
Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.
ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.