Mitt líf – mín leið

Fjarnámskeið fyrir þá sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu á uppbyggilegan hátt.

Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur,  heldur hvert þú ert að fara. Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið!

*Verð og nánar tímasetning auglýst síðar

Mitt líf – mín leið

Heildræn heilsufarsefling með heilsumarkþjálfun og sjálfsvirðingu að leiðarljósi

Markmið námskeiðsins er að virkja innri visku og styrk þjónustuþega svo hann/hún geti orðið sinn eigin markþjálfi í endurhæfingarferlinu, þ.e. tekið ríkari þátt í að móta þá endurhæfingarleið sem hentar, hvetur og kætir viðkomandi.

Heilsumarkþjálfun er virt og vinsæl aðferðarfræði þar sem hún þykir árangursrík við markmiðasetningu um heildræna heilsufarseflingu. Læknanemar í Harvard háskóla er til að mynda gert skylt að læra markþjálfun svo þeir geti nýtt aðferðarfræðina með sjúklingum sínum og þannig mögulega flýtt fyrir bata. Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar sem allar lúta að því að stuðla að persónulegum vexti einstaklinga, s.s. jákvæða sálfræði, HAM, stefnumótun, íþróttafræði, uppeldis- og kennslufræði, geðlækningar, sálgæslu og NLP.

Lokamarkmið markþjálfunar er að einstaklingar upplifi aukið sjálfstraust, sigra, sátt og þar með ríkari tilgang, lífshamingju og lífsgæði – því hver dagur er dýrmætur.

Efnistök námskeiðsins eru eftirfarandi:

  • Markþjálfun og heilsumarkþjálfun sem fræðigreinar og verkfæri til valdeflingar
  • Heildræn heilsufarsefling – markmiðasetning um betri líkamlega, andlega og félagslega heilsu
  • Sjálfsþekking, sjálfsvirðing og sjálfsrækt
  • Kortlagning á óskastöðu um góða heilsu, hamingju, jafnvægi, stolt og lífsgæði
  • Farsæl endurhæfing: Að setja sér raunhæf, uppbyggileg og skemmtileg markmið
  • Stuðningur og hvatning við gerð markmiða og eftirfylgni með þeim
  • Að vera sinn eigin markþjálfi til frambúðar og skrifa betri næstu kafla í eigin lífssögu – taka ábyrgð á eigin heilsu, lífi og líðan
  • Gagnræður: Sameiginlegur vettvangur visku & samlærdómur

Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur,  heldur hvert þú ert að fara.

Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið.

 

Stjórnandi námskeiðs

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Tímalengd

6 skipti, kennt er 2 klst. í senn

Staðsetning

Fjarnámskeið

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

 

ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka