Næring og heilbrigð skynsemi
Örnámskeið með Elísabetu Reynisdóttur, næringarfræðingi hjá Heilsuvernd. Fyrirlestur og ráðgjöf um næringu, heilsu og lífsstíl. Heildræn nálgun.
Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.
Næring og heilbrigð skynsemi
Viltu auka gæðum við líf þitt?
Örnámskeið sem hjálpar þér að ná góðum tökum á lífsstílnum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja breyta um lífsstíl með það að markmiði að öðlast betri heilsu og vellíðan.
Fyrirkomulag
Fjallað verður um næringu og hvernig við getum bætt lífsgæðin og þar með heilsuna alla. Heildræna nálgun s.s. líkamleg, andleg, félagsleg og vitræn vellíðan. Fyrirlestur, umræður og ráðgjöf.
Stjórnandi námskeiðs: Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur
Tími: Kvöldnámskeið
Lengd: 2 klst
Staðsetning: Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur
Takmarkaður fjöldi