Næring og heildræn nálgun í heilsueflingu á vinnustöðum
Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.
Rétt næring veitir orku og vellíðan – og aukna starfsánægju!
Fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur með Elísabet Reynisdóttur næringarfræðingi hjá Heilsuvernd. Fjallað verður um þá þætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar. Hverjir eru þessir þættir og hvað þarf til að virkja áhugahvötina um heilsueflingu og vellíðan einstaklinga á vinnumarkaði?
Elísabet talar um næringu út frá ýmsum pólum; samspil heilsu og mataræðis, tískubylgjur, næring og lífsstíll, vítamín og samsetning fæðu. Einnig verður komið inn á mögulegar lausnir og aðferðir sem hægt er að beita í forvarnaskyni til að minnka líkur á langvinnum sjúkdómum.
Ávinningurinn er heilbrigðari vinnustaður, ánægðara starfsfólk og betri árangur í starfi!
Fyrirlesari: Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur
Lengd fyrirlesturs: 30-45 mín
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.