Næring, vellíðan og lífsgæði
Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.
Næring, vellíðan og lífsgæði
Mikilvægt er að leggja áherslu á heilbrigðar lífsvenjur og góða heilsuhegðun til þess að öðlast vellíðan og lífsánægju.
Heilbrigðar lífsvenjur og góð heilsuhegðun er grundvallarþáttur í því að ná og viðhalda góðri heilsu og lífsgæðum. Af hverju er mikilvægt að leggja áherslu á heilbrigði, vellíðan og lífsánægju í stað útlits- og þyngdarmiðaðrar nálgunar ? Í þessum fyrirlestri er fjallað um nokkra þætti þessu tengt, t.d. næringu, hreyfingu, lífsgæði og jákvæða líkamsímynd.
Fyrirlesari: Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur
Tímalengd: 45 mín
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.