Öll sem eitt – Lausnamiðuð nálgun gegn samskiptavanda

Er samskiptavandi á vinnustaðnum?

Lausnamiðuð nálgun er gagnreynd aðferð fyrir hópa/teymi til að leysa samskiptavanda á vinnustöðum.

SENDA FYRIRSPURN

Öll sem eitt – Lausnamiðuð nálgun gegn samskiptavanda

Hér er notast við hugmyndafræði lausnamiðaðrar nálgunar (e. solution focused therapy). Sú aðferð er gagnreynd og miðar meðal annars að því að vinna með hópa/teymi á vinnustöðum. Áhersla er lögð á lausnir til að leysa samskiptavanda.

Litið er til styrkleika og hæfni hvers og eins starfsmanns til að ná sameiginlegu markmiði með árangursrík samskipti og vellíðan heildarinnar að leiðarljósi.

Viðfangsefnið hentar bæði sem forvörn gegn hvers kyns samskiptaörðugleikum sem geta komið upp og sem úrlausn þegar erfiðleikar í samskiptum hafa gert vart við sig.

Vinnustofa sem er tilvalin fyrir hópa og teymi vinnustaða, tveir eða fleiri einstaklingar.

 

Stjórnandi:

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir,
Félagsráðgjöf, BA.
Félagsfræðingur, MA.
Fjölskyldufræðingur

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt bóka eða fá nánari upplýsingar um þjónustuna.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka