Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun

Sjálfstyrkingarnámskeið þar sem þátttakendum eru kenndar aðferðir til að minnka líkurnar á að streitan nái yfirhöndinni með einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.

SENDA FYRIRSPURN >

Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun

Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Streita getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd, samskipti, heilsu og lífsgæði einstaklinga en með fræðslu til forvarna er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir neikvæð áhrif af streitu. Jafnvægi í lífi, leik og starfi er lykillinn að vellíðan og velgengni einstaklinga. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur átti sig á því hvað veldur þeim streitu, hvernig þeir bregðast við (streitueinkenni og álagsviðbrögð) og hvernig þeir geti minnkað líkurnar á að streitan nái yfirhöndinni með einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.

Um er að ræða 5-10 skipta námskeið og eru efnistök námskeiðsins eftirfarandi:

  • Almennt um streitu, orsakir og áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Hvernig má þekkja einkennin og vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum?
  • Mismunandi form streitu: Jákvæð streita, viðvarandi streita, kulnun (e. Burnout) og sjúkleg streita/örmögnun (e. Exhaustion Disorder).
  • Ábyrgð á eigin heilsu og líðan. Hlutverk og skyldur ,,Orkumálaráðherra“. Hvernig má fækka streituvöldum og fjölga orkugjöfum?
  • Forsendur árangursríkrar streitustjórnunar til frambúðar. ,,S-in 5“. Sýnt fram á mikilvægi stjórnar á eigin heilsu, sjálfsþekkingar, sýnar, skipulags og sjálfsaga.
  • Samskipti og streita. Áhrif samskipta á orkustig og líðan. Að greina á milli orkugefandi og orkuminnkandi samskipta. Fjallað um árangursrík og streituminnkandi samskipti.
  • Streitukortið. Innri stefnumótunarvinna – punktstaða A. Sjálfsþekking: Kortlagning á helstu streituvöldum, ríkjandi streitustigi og hefðbundnum viðbrögðum við álagi, áreiti og streitu (fyrsta mat).
  • Streitukortið – Valdefling: Árangursrík streituráð og einstaklingsbundnar streituvarnir (endurskoðað mat). Fjallað um haldbærustu streituráðin:
  • H-in 5: Hugarfar, hvíld, hamingjustundir, hófleg hreyfing og heilbrigði.
  • Framtíðarsýn um jafnvægi milli vinnu og einkalífs – Óskastaða B: Jafnvægi í leik og starfi. Að skapa líf sem ekki þarf frí frá.
  • Markmiðasetning um árangursríka streitustjórnun með aðferðafræði markþjálfunar að leiðarljósi.
  • Að rækta garðinn sinn áfram veginn. Samantekt, spurningar og umræður.

 

Leiðbeinandi

Aldís Arna Tryggvadóttir
Streituráðgjafi, dáleiðari og PCC vottaður markþjálfi frá ICF – International Coaching Federation

 

Staðsetning

Heilsuvernd Urðarhvarf 14, 2. hæð

 

Tímasetning

Við höfum nýlokið námskeiði – upplýsingar um hvenær við höldum næsta námskeið verða auglýstar síðar.

 

ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka