Qigong og þjónandi leiðtogastjórnun

Qigong fyrir skipulagsheildir, stjórnenda- og starfsmannafundi.

Með ástundun og þekkingu á Qigong er hægt að styrkja jákvæða vinnustaðamenningu, orku, einbeitingu og árangur!

Qigong og þjónandi leiðtogastjórnun

Þekking á Qigong lífsorku getur hjálpað stjórnendum til að standa enn betur með sér og starfsmönnum sínum. Qigong lífsorkuæfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Qigong lífsorkuæfingarnar hafa m.a. góð áhrif á samskipti, auka hugarró og einbeitingu.

Til að tryggja sem bestan árangur, undirbýr Þorvaldur fyrirlestur í samráði við stjórnendur, þ.e. í takt við stefnu, áherslur og gildi hvers fyrirtækis. Fyrirlestur og Qigong lífsorku-æfingar eru sniðnar að tíma og þörfum hvers fyrirtækis.

Markmiðið er að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir í stjórnun til árangurs, ásamt því að kynna einfaldar og skemmtilegar Qigong lífsorku-æfingar.

Almennt þegar farið er í stjórnunarþáttinn þá eru horft m.a. til þessara spurninga:

  • Hvernig geta stjórnendur hlúð betur að líðan og heilsu starfsmanna sinna?
  • Hvernig náum við til viðskiptavina – tæknilausnir og/eða mannleg samskipti?
  • Hvaða áherslur þarf að hafa í stjórnun til að skapa einbeitta og viljasterka liðsheild?

Í lokin læra þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum.

 

Fyrirlesari

Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur undanfarin ár haldið námskeið og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.

Umsögn
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, hefur stundað Qigong lífsorkuæfingar frá árinu 1994. Í meðmælum hennar segir: ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.

Lengd fyrirlesturs / námskeiðs:
Allt frá 20-30 mín kynningu og léttum æfingum til 6 tíma námskeiðs sem hægt er að skipta upp í 3 skipti.

 

Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef  þú vilt fá nánari upplýsingar um Qigong lífsorku fyrirlestur / námskeiðið.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka