Ró í ólgusjó – láttu þér líða vel

Hvernig má komast í gegnum tímabil óvissu, ógnar og ótta.

Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.

Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.

SENDA FYRIRSPURN

Ró í ólgusjó – láttu þér líða vel

Áfallafræðsla og úrræði á erfiðum tímum

Markmiðið er að gera þátttakanda kleift að stjórna betur líðan sinni með því að vera við stjórnvölin og grípa til ráðstafana sem bæta líðan.

Fjallað er um áhrif streitu á tilfinningar og líðan þegar samfélagsleg ógn er yfirvofandi (Covid, stríð, eldgos).

Kenndar eru leiðir til þess að halda ró og minnka streitu eins og kostur er á tímum óvissu og ótta svo að koma megi í veg fyrir kvíða, kulnun og vanlíðan hvers konar.

Þátttakendur fá leiðsögn um hvernig viðkomandi geti skilgreint streituvaldana í lífi sínu og skapað bjartari framtíð með uppbyggilegu hugarfari og aðferðarfræði markþjálfunar um markmiðasetningu.

Dæmi um spurningar sem svarað verður á fyrirlestrinum:

  1. Hvað er samfélagslegur streituvaldur?
  2. Hvaða tilfinningar eru eðlilegar þegar ógn, ótti og óvissa eru alls ráðandi?
  3. Hver eru mismunandi varnarviðbrögð einstaklinga?
  4. Hvað er streita? Orsakir & afleiðingar.
  5. Hvernig getur þú verið þinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ og náð tökum á tilfinningum þínum og streitustigi?
  6. Hvernig getur ,,Streitukortið“ frá Streituskólanum nýst þér sem streituvarnaráætlun til framtíðar?
  7. Hvaða streituvarnir nýtast þér til að halda ró og lifa með erfiðum áskorunum í lífi þínu?
  8. Hvernig getur þú tileinkað þér uppbyggilegt viðhorf til viðfangsefna lífsins?
  9. Hver er óskastaða þín um innri ró, jafnvægi, vellíðan og sátt, sama hvernig ,,viðrar“ í lífi þínu?

Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…

 

Fyrirlesari

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

 

Lengd fyrirlesturs

45 mín

 

Fjarfræðsla – útfærslur:

30, 45, 60, 75 eða 90 mín

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka