Ró í ólgusjó – Láttu þér líða vel

Fjarfræðslunámskeið: Orkustjórnun og úrræði á erfiðum tímum. Námskeið fyrir þá sem líður illa og finna til kvíða og streitu vegna óvissunnar í samfélaginu.

Ró í ólgusjó – Láttu þér líða vel

Fjarnámskeið: Orkustjórnun og úrræði á erfiðum tímum

Markmiðið er að gera þátttakanda betur kleift að stjórna líðan sinni með því að vera við stjórnvölinn og grípa til ráðstafana sem minnka streitu og bæta líðan.

Fjallað er um áhrif streitu á tilfinningar og líðan. Kenndar eru leiðir til þess að halda ró og minnka streitu eins og kostur er á tímum óvissu og ótta svo að koma megi í veg fyrir og/eða minnka kvíða, kulnun og vanlíðan hvers konar.

Sérstaklega er rætt um áhrif samfélagslegra streituvalda, s.s. heimsfaraldar, hruns og hópuppsagna.

Meginstefið er aukin sjálfsþekking svo viðkomandi geti skapað sér skemmtilegri og betri framtíð með uppbyggilegu hugarfari og aðferðarfræði markþjálfunar um markmiðasetningu að leiðarljósi.

 

Efnistök námskeiðsins:

  • Að vera sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ og ná tökum á tilfinningum og streitustigi
  • Tilfinningaleg viðbrögð á tímum ógnar, ótta og óvissu – við hverju má búast?
  • Kortlagning streituvalda, viðbragða og streituvarna með ,,Streitukortinu“
  • Árangursríkar leiðir til þess að halda ró í ólgusjó – gagnlegustu streituráðin
  • Hvernig megi tileinka sér uppbyggilegt viðhorf til viðfangsefna lífsins – láta sér líða vel
  • Kortlagning á óskastöðu varðandi innri ró, jafnvægi, vellíðan og sátt sama hvernig ,,viðrar“
  • Stuðningur við að setja heildstætt markmið í heilsufarseflingunni/endurhæfingunni

Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni!

 

Stjórnandi námskeiðs

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Tímalengd

4 skipti, kennt er í 1,5-2 klst. í senn.

Staðsetning

Fjarfræðslunámskeið.

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.


ATHUGIÐ
að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka