Samskipti, meðvirkni og streita

Einstaklingsbundnar streituvarnir. Námskeið fyrir þá sem vilja fræðast um streitu og minnka líkur á kulnun og/eða draga úr einkennum.

Samskipti, meðvirkni og streita

Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Streita getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd, samskipti, heilsu og lífsgæði einstaklinga en með fræðslu til forvarna er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir neikvæð áhrif af streitu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur átti sig á því hvað veldur þeim streitu, hvernig þeir bregðast við (streitueinkenni) og hvernig þeir geti minnkað líkurnar á að streitan nái yfirhöndinni.

Í kjölfarið eru þátttakendur betur í stakk búnir til að bæta lífsgæði sín með því að upplifa jafnvægi í lífi, leik og starfi.

 

Efnistök námskeiðsins eru eftirfarandi:

  • Streita, kulnun og sjúkleg streita
  • Áhrif streitu á líkamlega, andlega og félagslega heilsu (streitueinkenni)
  • Kortlagning á innri og ytri streituvöldum
  • Gagnleg og ógagnleg bjargráð gegn streitu (streituvarnir)
  • Yfirferð á ,,Streitukorti Streituskólans” – þátttakendum er kennt að útbúa einstaklingsbundna streituvarnaráætlun sem hentar og hvetur viðkomandi til þess að ná tökum á streitu.
  • Samspil samskipta og streitu, hvernig greina má á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta til að minnka streitu og vanlíðan
  • Kortlagning á óskastöðu þátttakenda varðandi jafnvægi milli einkalífs og atvinnu

 

Stjórnendur námskeiðs

Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og þerapisti

Tímalengd

Kennt er 8 skipti, 2 klst. í senn

Staðsetning

Heilsuvernd, 2. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

Hvenær

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.

 

ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka