Sigraðu streituna

Streita, kulnun eða sjúkleg streita. Námskeið fyrir vinnustaði þar sem starfsmenn fá verkfæri til að greina streitu og læra aðferðir henni til forvarnar og úrlausna.

SENDA FYRIRSPURN

Sigraðu streituna

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og þeim kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna á streitu. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.

Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum eins og til að mynda daghvíld á vinnustað. Farið verður í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að slökun á vinnutíma.

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:

  • Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
  • Hver er munurinn á streitu og kulnun?
  • Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
  • Hvað býr að baki hugtaksins vinnusamband?
  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
  • Hvað segja nýjustu rannsóknir um streitu og heilastarfsemina?
  • Hverjir eru einna helst í áhættuhópi á að verða útsettir fyrir streitunni?
  • Hvernig get ég haldið orkunni jafnri út daginn?

Leiðbeinandi

Helga Hrönn Ólafsdóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi

 

Lengd námskeiðs

Hægt er að velja um 30 mín. námskeið eða 60 mín. námskeið ásamt einstaklingsvinnu

 

Athugið: í boði sem staðar- eða fjarnámskeið

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra/námskeið og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka