Starfsánægja, samskipti & samstarf
Hvernig stuðlum við að betri líðan, aukinni vinnugleði og starfsánægju á vinnustað?
Fyrirlestur ætlaður skipulagsheildum og hópum. Hentar einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum, ráðstefnum og þess háttar.
Starfsánægja, samskipti & samstarf
Jákvæð samskipti á vinnustað hafa áhrif á starfsanda, starfsánægju og vellíðan á vinnustað.
Markmiðið er að stilla saman strengi stjórnenda og starfsmanna og skapa í kjölfarið öflugt & samhelt teymi sem líður vel og gengur vel.
Á lengri námskeiðum (+1,5 klst.) gera þátttakendur með sér ,,samskipta- og samstarfssáttmála“ til þess að stuðla að varanlegri vellíðan, vinsemd, virðingu og velgengni á vinnustað.
Fjallað er um mikilvægi starfsánægju og góðra samskipta og samstarfs á vinnustað. Sýnt verður fram á hvernig stuðla megi að betri líðan, aukinni vinnugleði og starfsánægju á vinnustað sem aftur skilar sér í auknum afköstum, meiri framlegð og sameiginlegum sigrum stjórnenda og starfsmanna (e. Win-win).
Dæmi um spurningar sem svarað verður á fyrirlestrinum:
1. Hvað eru samskipti og hverjar eru mismunandi birtingarmyndir samskipta?
2. Hvaða máli skipta samskipti, samskiptagreind og tilfinningagreind?
3. Hvað eru góð samskipti?
4. Hvað eru ,,vond“ samskipti?
5. Hvernig má efla samskiptahæfni til að ná betri árangri & virðingu í samskiptum?
6. Hvernig má skilja betur hvernig fólk vill láta koma fram við sig?
7. Hvernig má bæta starfsanda, vinnugleði og starfshelgun á vinnustað?
8. Má vera gaman í vinnunni?
9. Hver ber ábyrgð á því að skapa góðan starfsanda og hvernig er farið að því?
10. Hvað felst í ,,samstarfs- og samskiptasáttmála“ á vinnstað?
Fyrirlesari:
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Lengd fyrirlesturs:
45 mín / 2,15 klst
Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því einnig fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.