Stoppustöðin

Í Stoppustöðinni er keyptur aðgangur að rafrænu fræðsluefni fyrir starfsfólk sem þau geta hlustað á þegar þeim hentar og eins oft og þau vilja/þurfa.
Fræðslan fjallar m.a. um samskipti, streitu, kulnun, sjúklega streitu, tímastjórnun, heilsu, slökunaræfingar og fleira.

SENDA FYRIRSPURN

Stoppustöðin – Rafræn fræðsla

Það er að verða sívinsælla hjá fyrirtækjum að bjóða starfsfólki sínu upp á fræðslu sem það getur nálgast eftir hentugleika.
Í Stoppustöðinni er keyptur aðgangur fyrir starfsfólk að rúmlega 2 klst efni (skipt niður í styttri erindi).

Erindin snúa að samskiptum, streitu/kulnun/sjúklegri streitu, tímastjórnun, heilsu, slökunaræfing og áföllum við samfélagslegum streituvöldum á borð við jarðhræringar, snjóflóð og heimsfaraldur.
Efninu er þá hlaðið niður á sameiginlegan gagnagrunn fyrirtækisins og starfsfólk getur hlustað þegar þeim hentar og eins oft og þeir vilja/þurfa.

Efninu er kaflaskipt:

  • Streitu, kulnun, sjúkleg streita: þar er farið yfir muninn á ástandinu, ábyrgð starfsmannsins á eigin álagi, álagsþol, fólk hvatt til að þekkja sína streituvalda, afleiðingar sem og leiðir til lausna.
  • Mátt matar, hvíldar og hreyfingar: Fjallað er um mikilvægi hófsemis og jafnvægis.
  • Tíma og orkustjórnun: Farið er í væntingastjórnun, mikilvægi þess að setja sér raunhæfar kröfur sem og það hvernig hægt er að verja orku í stað þess að eyða henni.
  • Sálfélagslegur stuðningur: Áfallahjálp á tímum samfélagslegs streituvalds, hópuppsagna, jarðhræringa, snjóflóða til að mynda. Fólki gefin bjargráð til að sigrast á storminum.
  • Fríið: Þarna er komið inn á mikilvægi þess að vanda það í hvað fólk ver sumar-, páska-, vetrar- og jólafríinu sínu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn koma oftar en ekki óúthvíldir og jafnvel þreyttari til starfa eftir frí.
  • Vinnustaðamenning og vinnusambandið: Hegðun og samskipti starfsmanna – og sjálft vinnusambandið. Fjallað um m.a. „hollustu“ sem á ekki einvörðungu um hollustu vinnustaðar við starfsmann eins og því miður vill oft verða raunin.
  • Að auki eru verkefni sem hjálpa fólki við að horfa inn á við sem og hvíldaræfing sem hægt er að hlusta á og framkvæma án fyrirhafnar

Algengt er að stjórnendur hræðist umræðuna um streitu og kulnun af ótta við að veikindadögum fjölgi hjá starfsfólki í kjölfarið. Í Stoppustöðinni er nálgunin sú að streita sé partur af lífinu en ekki alltaf einvörðungu tengd starfi. Við tölum um streitu sem eðlilega þreytu sem lagast við hvíld og að allir geti haldið jafnvægi með hvíld og hreyfingu. Raunin er því sú að veikindögum hefur fækkað hjá þeim sem hafa nýtt Stoppustöðina þar sem að fókusinn er á bjargráð, lýðheilsu og forvarnir.

 

Leiðbeinandi

Helga Hrönn Ólafsdóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi

 

Í boði er að kaupa ótakmarkaðan aðgang að 2. klst. efni fyrir starfsfólk fyrirtækisins í 1 mánuð eða 1 ár.

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra/námskeið og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka