Streituskólinn – Streita og forvarnir

Streita, álag og forvarnir er flokkur fyrirlestra sem sérstaklega fjallar um streitu, áhrif hennar og forvarnir. Fyrirlestrarnir eru haldnir af streituráðgjöfum Streituskólans og Heilsuverndar.

Fræðsla til forvarna eru okkar hvatningarorð, því hver dagur er dýrmætur!

SENDA FYRIRSPURN

Streituskólinn – Streita og forvarnir

Fyrirlestrar Streituskólans eru sérstaklega sniðnir með þarfir starfsfólks og stjórnenda vinnustaða í huga.

Eftirfarandi fyrirlestrar fjalla um streitu, álag og forvarnir gegn streitu. Markmiðið er að veita fræðslu um eðli streitu og áhrif hennar á samskipti, líðan og heilsu.

 

1.    Streita, kulnun og sjúkleg streita

Fyrir starfsfólk fyrirtækja

Frætt um nafngiftir, skilgreiningar, einkenni og greiningu kulnunar og streitu.

Lengd fyrirlesturs

45 mín / 60 mín

 

2.    Skipulag varna gegn kulnun og streitu

Fyrir starfsfólk og stjórnendur

Hvernig gerir maður gott betra – Hvað geta starfsmenn gert. Hvað geta stjórnendur gert.

Lengd fyrirlesturs

45 mín / 60 mín

 

3.    Sjúkleg streita

Fyrir starfsfólk og stjórnendur

Eðli, orsakir og greining. Meðferð og endurhæfing. Horfur.

Lengd fyrirlesturs

45 mín / 60 mín

 

4.    Hinn félagslegi heili (Social Brain)

Fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu

Samskipta- og hegðunarmunstur og streita. Mikilvægt er að greina lúmska álagsþætti í samskiptum. Í samskiptum er líka fólginn stuðningur, samkennd og leiðsögn.

Lengd fyrirlesturs

45 mín / 60 mín

 

5.    Kulnun og streita – Hvernig ertu og hver eru viðbrögð þín?

Fyrir kennara

Persónugerðir og varnarhættir.

Lengd fyrirlesturs

45 mín / 60 mín

 

6.    Streitukortið

Fyrir starfsfólk og stjórnendur

Fræðsla um samskipti og streitu. Fyrirlestur um nýjustu þekking á heilanum, eðli streitu og streituvarnir. Gerð streitugreining og einstaklingsbundin áætlun fyrir hvern og einn með aðstoð Streitukortsins og fræðsluaðferðar sem þróuð hefur verið í Streituskólanum undanfarin 18 ár.

Lengd fyrirlesturs

90-120 mín

 

Fyrirlesari

Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir

 

Athugið: Fyrirlestrarnir eru einnig í boði sem fjarfyrirlestrar í gegnum MS Teams

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka