Svefn

Fyrirlestrar um eðli og mikilvægi svefns til þess að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi, heima og að heiman.

SENDA FYRIRSPURN

Svefn og vellíðan

Fyrirlestur þar sem fjallað er um eðli og mikilvægi svefns fyrir vellíðan og heilsu. Sagt verður frá svefnmynstrum og áhrifum svefns á heilastarfssemi og hegðun.

  • Hvers vegna sofum við?
  • Áhrif svefns á líðan og heilsu
  • Svefnráð, slökun og streituvarnir

Markmið

  •  að þátttakendur fái dýpri skilning á mikilvægi svefns og að sú þekking nýtist til að efla vellíðan og einnig takast betur á við álag og þekkja fyrstu viðbrögð ef svefnvandamál koma fram. Einnig verða gefin ráð varðandi svefn og vaktavinnu.

Tími: 45 mín.
Fyrirlesari: Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir

 

Mikilvægi svefns

Fyrirlestur þar sem fjallað er um mikilvægi svefns til að viðhalda jafnvægi í daglegu lífi heima og að heiman.

  • Leiðir til þess að fara eftir með það í huga að ná markmiðum
  • Auka jafnvægi, bæta einbeitingu og minni
  • Minnka spennu og kvíða í daglegu lífi
  • Skilgreina ógnanir og fækka þeim
  • Finna tækifæri og tileinka sér þau
  • Taka frumkvæði – ná stjórn á eigin samskiptum

 

Markmið

  • að þátttakendur fái innsýn í hvernig maður getur brugðist við, þróað og byggt upp aðferðir, sem leitt geta til jákvæðra breytinga í daglega lífinu.
  • Að þátttakendur fái þjálfun í að finna lausnir á viðfangsefnum til þess að bæta líðan, styrkjast í leik og starfi og auka lífsgæði sín og líðan.

 

Tími: 45 mín.
Fyrirlesari: Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra/námskeið og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka