Tæklaðu tímann með tímastjórnun
Erindi fyrir starfsfólk vinnustaða þar sem kenndar eru aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun, auka skipulagshæfni og bæta forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.
Tæklaðu tímann með tímastjórnun
Fjallað verður um aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun. Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi. Þátttakendum verður gefin betri yfirsýn yfir verkefnin sín, aukin skipulagshæfni sem og bætt forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.
Svarað verður spurningum á borð við:
- Hvernig forgangsraða ég verkefnum?
- Hvernig áætla ég tímann sem fer í hvert verkefni fyrir sig?
- Hvað ber að varast við tímastjórnun og forgangsröðun?
- Hverjar eru algengustu afleiðingar dræmrar tímastjórnunar?
- Með hvaða hætti næ ég að klára verkefnin í stað þess að fresta þeim?
- Hvernig set ég mér og öðrum mörk?
- Hverjir eru helstu tímaþjófarnir og truflanir sem við upplifum?
Leiðbeinandi
Helga Hrönn Ólafsdóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi
Lengd námskeiðs
20 mín. erindi
Athugið: staðar- eða fjarfræðsla
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra/námskeið og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.