Þegar sagt er frá
Hópnámskeið sem ætlað er að styðja einstaklinga til bata og koma í veg fyrir meðal annars skömm og sektarkennd sem eru dæmigerðar afleiðingar fyrir brotaþola.
Næsta námskeið hefst í febrúar 2021 – nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Sendu okkur póst á hv@hv.is til að fá nánari upplýsingar eða ef þú vilt skrá þig á næsta námskeið.
Þegar sagt er frá
Um er að ræða hópnámskeið sérstaklega ætlað fyrir brotaþola kynferðisofbeldis og aðstandendur.
Námskeiðið er kynjaskipt og eru hámark 12 persónur í hóp.
Markmið námskeiðsins er að fræða brotaþola almennt um kynferðislegt ofbeldi og áreitni, afleiðingar þess og því að segja frá. Unnið er með að styðja einstaklinga til bata og koma í veg fyrir meðal annars skömm og sektarkennd sem eru dæmigerðar afleiðingar fyrir brotaþola. Efni námskeiðsins byggir á klínískum rannsóknum.
Á námskeiðinu er fjallað um eftirfarandi:
- Skilgreiningar á kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
- Mýtur tengdar viðfangsefninu.
- Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og áreitni.
- Að segja frá.
- Viðbrögð annarra, t.d. fagaðila, fjölskyldu, vina, kunningja og samstarfsfólks.
- Dæmigerð viðbrögð.
- Gagnleg viðbrögð.
- Ógagnleg viðbrögð.
- Afleiðingar viðbragða.
- Leiðir til bata.
- Hugleiðsla.
- Öndun.
Stjórnandi námskeiðs
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og þerapisti
Hvenær
Næsta námskeið hefst í febrúar 2021 – nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum: Hópur 1 kl. 10-12 / hópur 2 kl. 13-15
Tímalengd
10 vikur, kennt er 2 klst. í senn og x2 skipti í viku
Staðsetning
Heilsuvernd, 2. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur
Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.
ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.