Þegar sagt er frá

Hópnámskeið sem ætlað er að styðja einstaklinga til bata og koma í veg fyrir meðal annars skömm og sektarkennd sem eru dæmigerðar afleiðingar fyrir brotaþola.

Þegar sagt er frá

Um er að ræða hópnámskeið sérstaklega ætlað fyrir brotaþola kynferðisofbeldis og aðstandendur.

Námskeiðið er kynjaskipt og eru hámark 12 persónur í hóp.

Markmið námskeiðsins er að fræða brotaþola almennt um kynferðislegt ofbeldi og áreitni, afleiðingar þess og því að segja frá. Unnið er með að styðja einstaklinga til bata og koma í veg fyrir meðal annars skömm og sektarkennd sem eru dæmigerðar afleiðingar fyrir brotaþola. Efni námskeiðsins byggir á klínískum rannsóknum.

Á námskeiðinu er fjallað um eftirfarandi:

 • Skilgreiningar á kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
 • Mýtur tengdar viðfangsefninu.
 • Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og áreitni.
 • Að segja frá.
 • Viðbrögð annarra, t.d. fagaðila, fjölskyldu, vina, kunningja og samstarfsfólks.
 • Dæmigerð viðbrögð.
 • Gagnleg viðbrögð.
 • Ógagnleg viðbrögð.
 • Afleiðingar viðbragða.
 • Leiðir til bata.
 • Hugleiðsla.
 • Öndun.

 

Stjórnandi námskeiðs

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og þerapisti

 

Hvenær

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum: Hópur 1 kl. 10-12 / hópur 2 kl. 13-15

Tímalengd

10 vikur, kennt er 2 klst. í senn og x2 skipti í viku

Staðsetning

Heilsuvernd, 2. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt skrá þig eða fá nánari upplýsingar um námskeiðið.


ATHUGIÐ
að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka