Þrautseigja er áskorun – ekki brenna út í lífinu!

Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Heilsuvernd standa fyrir ráðstefnu á Akureyri þann 13. mars 2020.

Ráðstefnan á erindi til allra þeirra sem koma að mannauðsmálum, stjórnenda og starfsmanna skipulagsheilda.

Flokkur:

25. september, 2020 – Menningarfélag Akureyrar, Hof

Þrautseigja er áskorun – ekki brenna út í lífinu!

Stöldrum við og setjum heilsuna í forgang

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG NORÐURLANDS OG HEILSUVERND

 

Þrautseigja gegn streitu er áskorun fyrir hvern og einn. Hvað geta stjórnendur og vinnustaðirnir gert til að koma í veg fyrir að starfsfólk brenni út? Hvað getum við sjálf gert?


Staðreyndin er sú að allir geta örmagnast!

Æ algengara er að við heyrum sögur af samstarfsfólki eða einhverjum sem hefur keyrt sig í þrot – lendir í „kulnun í starfi“, „brotnar“ eða „brennur út“. Þessu til viðbótar heyrist enn meira talað um Lífsörmögnun (Vital Exhaustion) – langvarandi ástands, líkt og kulnun í starfi, sem leiðir til þess að fólk hreinlega örmagnast í lífinu sjálfu!

Brýnt er að opna umræðuna enn frekar um þetta málefni því oftar en ekki leitar fólk sér ekki hjálpar fyrr en líkaminn segir „stopp“ og gefur sig. Dæmi eru um að fólk hrynji niður „lamað“ – gjörsamlega örmagnað á sál og líkama.

Á ráðstefnunni verður fjallað um streitu í starfi og einkalífi, mælingar og aðrar staðreyndir, einkenni og afleiðingar langvarandi streitu, ásamt hennar verstu birtingarmynd „lífsörmögnun“. Sérstök áhersla verður á forvarnirnar og bjargráðin – verkfæri og aðferðir til úrlausnar gegn streitu.

Markmiðið er að koma í veg fyrir heilsubrest og auka vellíðan í starfi og einkalífi.

Þetta er sameiginleg áskorun okkar allra!

Skoða dagskrá

Miðar á ráðstefnuna verða seldir á viðburðarsíðu Menningarfélags Akureyrar

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka