Þín streitustjórnun
Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir þá sem sækjast eftir að ná tökum á streitunni og upplifa jafnvægi og meiri vellíðan í lífinu.
SENDA FYRIRSPURN >
Þín streitustjórnun
Á námskeiðinu verður fjallað um áhrif streitu á líðan, áhrif streitu á samskipti og hvernig við getum upplifað jafnvægi og meiri vellíðan. Þá fá þátttakendur þjálfun í að þekkja sín streitumörk og kortleggja streitu í daglegu lífi. Kenndar verða gagnreyndar aðferðir í streitustjórnun og líkamsmiðaðar æfingar til að draga úr streitueinkennum.
Leiðbeinandi
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir,
Félags- og fjölskyldufræðingur
Tímalengd
4 vikna námskeið
Kennt á miðvikudögum, 90 mín í senn
Byrjar miðvikudaginn 11. janúar kl. 10:00-11:30
Staðsetning
Heilsugæslan Urðarhvarf 14, 1. hæð
ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.