Valdefling og vellíðan – sjálfsstyrking & sigrar
Sjálfsræktarnámskeið fyrir þá sem vilja fjárfesta í sjálfum sér og „stækka“. Lærðu að elska sjálfan þig – Innri stefnumótunarvinna og markmiðsetning.
Lokaður hópur, hámark 12 persónur.
Valdefling og vellíðan – sjálfsstyrking & sigrar
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist ríkari trú á eigin getu og styrk og geti í kjölfarið borið ábyrgð á eigin heilsu, vellíðan og velgengni í lífinu. Hver tími hefst með fræðilegri umfjöllun, hugleiðslu og gagnlegum ráðum til sjálfsstyrkingar og valdeflingar í leik og starfi. Þá er farið í umræður og dýpri hugleiðingar um viðfangsefni hvers tíma.
Einstaklingum gefst jafnframt kostur á ráðgjöf hjá kennurum samhliða námskeiðinu til frekari sjálfsvinnu.
Helstu efnistök eru eftirfarandi:
- Mikilvægi sjálfsþekkingar og sjálfsræktar
- Að lifa í sátt og sjá líf sitt sem sigurgöngu þrátt fyrir erfiðleika, áskoranir og áföll
- Að standa með sjálfum sér og vera sinn besti vinur
- Að læra að elska sig, treysta sér, samþykkja sig og virða
- Innri stefnumótunarvinna – Að leita svara við spurningunum: Hver er ég og hvaða manneskja vil ég raunverulega vera?
- Hvað vil ég raunverulega og hvernig get ég öðlast það sem ég vil í lífinu?
- Markmiðasetning, valdefling og áræðni – að fara út fyrir þægindarammann
Stjórnendur námskeiðs:
Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og þerapisti
Tímalengd
8 skipti, kennt er 2 klst. í senn
Staðsetning
Heilsuvernd, 2. hæð, Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur
Sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt fá nánari upplýsingar.
ATHUGIÐ að stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.