Vegferð að vellíðan og velgengni

Vellíðan er forsenda velgengni í lífi og starfi. Lærðu að setja þér persónuleg markmið og vertu eftirleiðis þinn eigin markþjálfi. Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur heldur hvert þú ert að fara. Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið.

Tilvalinn fyrirlestur til þess að bæta líðan, auka árangur, hamingju, tilgang, sigra & sátt.

SENDA FYRIRSPURN

Vegferð að vellíðan og velgengi

Valdefling og markmiðasetning einstaklinga / starfsmanna

Markmiðið er að þátttakandi læri að setja sér persónuleg markmið og geti eftirleiðis verið sinn eigin markþjálfi. Í kjölfarið upplifað betri líðan, aukinn árangur og meiri hamingju, tilgang, sigra & sátt.
Hver er þín ,,músík”?

Fjallað er um hvernig þú finnur tilgang þinn í lífinu og leyfir styrkleikum þínum að njóta sín – þér sjálfum og samfélaginu öllu til heilla. Þegar þú hlustar á hjartað – ,,músíkina” þína, þá er leiðin ,,rétt“ því hjartað veit best.

Farið er yfir markmiðasetningu með sjálfsþekkingu, sjálfsvirðingu og sjálfsrækt að leiðarljósi. Það að þekkja og rækta sjálfan sig, langanir sínar og drauma er fyrsta skrefið í átt að breyttu og betra lífi. En til að ganga vel þarf fólki að líða vel: Vellíðan er forsenda velgengni í lífi og starfi.

Dæmi um spurningar sem teflt verður fram á námskeiðinu:

  1. Hver er ég (raunverulega) og hvernig manneskja vil ég verða?
  2. Hvað vil ég (raunverulega) og af hverju?
  3. Hvað er hamingja og árangur fyrir mér?
  4. Hvað er markþjálfun og hvernig set ég mér markmið?
  5. Hver er lykillinn að því að ég nái markmiðum mínum á hvaða sviði lífsins sem er?
  6. Hver er mín ,,músík“ – draumsýn um betra líf?
  7. Hvernig get ég upplifað ríkari tilgang, stolt, sjálfstraust, sælu og sátt?
  8. Hvernig get ég verið minn eigin markþjálfi til frambúðar & skrifað restina af lífssögunni minni sjálf(ur)?

Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur heldur hvert þú ert að fara. Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið.

 

Fyrirlesari

Aldís Arna Tryggvadóttir,ACC vottaður markþjálfi og Streituráðgjafi

 

Lengd fyrirlesturs

45 mín

 

Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams

 

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

 

is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka