Vernd gegn valdbeitingu

Stefna vinnustaða varðandi valdbeitingu þarf að vera skýr öllum þeim sem þar starfa. Atvinnurekanda er skylt að fyrirbyggja, stöðva og grípa til aðgerða gegn hvers kyns valdbeitingu í vinnuumhverfi.

Fræðsla, þjálfun, teymisvinna og ráðgjöf.

Vernd gegn valdbeitingu

Atvinnurekanda er skylt að fyrirbyggja hvers kyns valdbeitingu í vinnuumhverfi. Með valdbeitingu er átt við einelti, kynferðislega áreitni, kynferðislegt ofbeldi sem og annað ofbeldi. Þá ber atvinnurekanda einnig skylda til að stöðva þess háttar hegðun ef hún kemur upp og grípa til aðgerða og finna lausnir fyrir hlutaðeigandi starfsfólk.

Stefna vinnustaða varðandi valdbeitingu þarf að vera skýr öllum þeim sem þar starfa. Starfsmenn þurfa að vita hvaða hegðun er í lagi og hver ekki. Þetta er einn af þeim stóru þáttum þegar kemur að líðan fólks á vinnustað og hefur bein áhrif á vinnuframlag þess.

Heilsuvernd býður upp á þjónustu til að mæta þessum þörfum vinnustaða.

Þjónustan er eftirfarandi:
  • Fræðsla í formi fyrirlestra
  • Kynning og yfirferð á stefnu og viðbragðsáætlun vinnustaðarins fyrir starfsfólki
  • Þjálfun fyrir stjórnendur til að takast á við áskoranir af þessu tagi og styrkja þá varðandi samtalstækni um valdbeitingu við starfsfólk
  • Yfirferð og mótun stefnu vinnustaða og félaga
  • Fyrirbyggjandi teymisvinna, gerður er m.a. samskiptasáttmáli
  • Ráðgjöf og teymisvinna fyrir vinnustaði og félög eftir að einelti, kynferðisleg áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi hefur átt sér stað.

 

Stjórnandi:

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir

Félagsráðgjöf, BA.
Félagsfræðingur, MA.
Fjölskyldufræði

 

Sendu okkur fyrirspurn eða sendu póst á hv@hv.is ef þú vilt bóka eða fá nánari upplýsingar um þjónustuna.

is_IS
en_US is_IS

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies). Nánar hér

Þessi vefsíða notar vafrakökur (e. cookies) til að auka vafraupplifun þína. Þú getur samþykkt eða hafnað vafrakökum. Flestir vafrar samþykkja þær sjálfkrafa en þú getur hinsvegar breytt vafrastillingunum þínum til þess að hafna þeim.

Loka