Almennt

Í vefverslun Heilsuverndar eru í boði stök örnámskeið og fyrirlestrar, með upphafs- og lokadagsetningu, og lengri námskeið og fyrirlestraraðir sem þá eru boðin í lotu sem spannar ákveðin mörg skipti og klukkustundir.

Heilsuvernd áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga ásamt því að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.

 

Pantanir

Heilsuvernd tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Kvittunin gildir sem staðfesting á kaupunum.

 

Greiðslumöguleikar

Vörur í vefverslun eru keyptar gegn staðgreiðslu. Heilsuvernd býður upp á að greiða með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu frá Borgun.

Við tökum við öllum greiðslukortum. Greiðsla mun birtast á kortayfirlitinu þínu á sama hátt og almennar færslur í verslun.

 

Verð

Öll verð eru birt sem íslenskur gjaldmiðill. Vinsamlegast athugið að verð vöru í vefversluninni getur breyst án fyrirvara.

 

Skattar og gjöld

Öll verð í vefversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

Afbókanir og endurgreiðsluréttur

Mikilvægt er að hafa í huga, áður en vara í verslun er greidd að viðskiptin eru bindandi. Undantekningartilvik sem geta skapað endurgreiðslurétt eru; ef skyndileg veikindi koma upp eða alvarleg tilvik sem gera viðkomandi ófært að sækja námskeiðið/fyrirlesturinn. Hægt er að óska eftir að greiðslan verði flutt yfir á næsta námskeið/fyrirlestur sömu tegundar ef viðkomandi er ófært að mæta á keypt námskeið/fyrirlestur. Ef óskað er eftir að afbóka eða “skila vöru“ er viðkomandi velkomið að senda tölvupóst á fridur@hv.is  

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

 

Trúnaður

Heilsuvernd heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2019.

 

Heilsuvernd ehf.
Urðarhvarf 14
203 Kópavogi

Tölvupóstfang: hv@hv.is
Sími: 510 6500
Kt: 660298-2589
VSK númer: 57844