Heilsuvernd Vífilsstaðir

Velkomin!
Á Heilsuvernd Vífilsstöðum eru rekin biðrými fyrir þá einstaklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum og hafa ekki heilsu til að búa í sjálfstæðri búsetu.
Allir okkar skjólstæðingar eru komnir með samþykkt færni- og heilsumat og dvelja á Heilsuvernd Vífilsstöðum uns þeir fá boð um varanlega búsetu á hjúkrunarheimili.

Þjónusta
Þjónustan á Heilsuvernd Vífilsstöðum felur í sér að veita þeim skjólstæðingum sem dvelja hjá okkur þá umönnun, þjálfun og eftirlit sem þeir þurfa, á meðan þeir bíða eftir varanlegu búsetuúrræði.

Heimsóknartími
Við vitum að aðstandendur eru mikilvægasti parturinn í lífi skjólstæðinga okkar. Við hvetjum aðstandendur til að koma í heimsókn eins oft og þeir geta. Það styttir líka stundir að fá fólkið sitt í heimsókn og veitir styrk.
Við viljum gjarnan mæta þörfum aðstandenda og veitum því rúman heimsóknartíma
Heimsóknartími milli kl. 11:00 - 20:00
Vinsamlegast hafið samband við vaktstjóra ef óskað er eftir að heimsækja á öðrum tíma.






Vinnustaðurinn
Heilsuvernd Vífilsstaðir byggir starfsemi sína á hæfu, áhugassömu og traustu starfsfólki sem nýtur jafnra tækifæra í öruggu, heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi.
Við hlúum vel að fólkinu okkar og leggjum ríka áherslu á jákvætt andrúmsloft á vinnustaðnum og að hver einstaklingur fái notið sín í starfi.
Við erum stöðugt að bæta í hóp okkar.
Fréttir og tilkynningar
Yfirlit frétta
Heilsuvernd Vífilsstaðir, nýr og betri vefur
Heilsuvernd birtir nýjan og betri vef fyrir Heilsuvernd Vífilsstaði í dag.