Gott að vita
Hér er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir skjólstæðinga okkar sem dvelja á Heilsuvernd Vífilsstöðum og aðstandendur þeirra um ýmislegt sem viðkemur dvölinni á Vífilsstöðum.
Heimsóknartímar og leyfi
Við viljum gjarnan mæta þörfum aðstandenda sem vilja heimsækja þá sem dvelja á Heilsuvernd Vífilsstöðum en höfum miðað við að heimsóknir séu ekki fyrir kl. 11:00 að morgni og ekki lengur en til kl. 20:00 á kvöldin nema í samráði við vaktstjóra.
Við vitum að aðstandendur eru mikilvægasti parturinn í lífi skjólstæðinga okkar og hvetjum þá til að koma eins mikið og þeir geta. Það styttir líka stundir að fá fólkið sitt í heimsókn.
Ef heilsa og aðstæður leyfa eru ferðir út af Heilsuvernd Vífilsstöðum liður í auknum lífsgæðum, sem dæmi að skreppa í bíltúr, heimsókn eða fjölskylduboð. Ekki þarf sérstakt leyfi til að fara með skjólstæðinga en við biðjum ykkur um að láta vaktstjóra vita.
Ef þörf er á sérstökum undirbúningi áður en skjólstæðingur er sóttur t.d. ef hafa þarf lyf meðferðis eða annað, er gott að láta vita með smá fyrirvara. Einnig er gott að gefa upplýsingar um áætlaða heimkomu.
Matur og matmálstímar
Ekkert framleiðslueldhús er í húsinu en við erum í samstarfi við Landspítala með bæði heitan hádegismat og kvöldmat. Maturinn er orku- og próteinríkur og hannaður með aldraða í huga.
Starfsfólk okkar á Heilsuvernd Vífilsstöðum útbúa morgunverð, kaffi og kvöldkaffi.
Ef um fæðuofnæmi eða óþol er að ræða er mikilvægt að ræða það við vakthafandi hjúkrunarfræðing sem fyrst.
Tímasetningar máltíða
- Morgunmatur, kl. 09:00-10:30
- Hádegismatur, kl. 12:00-13:00
- Síðdegiskaffi, kl. 14:30-15:00
- Kvöldmatur, kl. 18:00-19:00
- Kvöldkaffi, kl. 20:00
Félagsstarf
Við bjóðum ekki uppá iðjuþjálfun eða fasta tómstundaiðju en erum með starfsmann í félagsstarfi sem fer á milli hæða og bíður upp á t.d. upplestur, spil, söng o.fl.
Einnig kemur prestur þrisvar í mánuði og er með samveru og söngstund.
Hárgreiðsla og fótsnyrting
Hægt er að panta klippingu og fótsnyrtingu á Heilsuvernd Vífilsstöðum fyrir þá sem það kjósa.
Hægt er að skrá sig á lista á vaktinni og köllum við þá til verktaka þegar nokkur nöfn hafa safnast á listann. Einnig geta aðstandendur sjálfir haft samband við verktaka og pantað klippingu/fótsnyrtingu.
- Hárgreiðsla/klipping: Sigga, sími 895-9858
- Fótaaðgerðarfræðingur: Karólína Hrönn, sími 692-2501
Greiða þarf með reiðufé eða millifærslu.
Greiðslur
Heilsuvernd Vífilsstaðir eru reknir á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Skjólstæðingar greiða ekki fyrir dvölina hér, mat, lyf eða annað. Þetta breytist þegar viðkomandi flytur á hjúkrunarheimili.
Bendum á Tryggingastofnun til þess að fá nánari upplýsingar varðandi greiðslur til hjúkrunarheimila.
Athugið að leigubílar eða hjólastólabílar í einkaerindum eða við flutning frá Heilsuvernd Vífilsstöðum eru ekki greiddir af Heilsuvernd.
Þagnarskylda
Það sem þú kannt að sjá eða heyra um aðra skjólstæðinga sem dvelja á Heilsuvernd Vífilsstöðum heldur þú fyrir sjálfan þig.
Ekki er leyfilegt að ræða slík mál utan Heilsuvernd Vífilsstaði, taka ljósmyndir eða upptökur af einstaklingum án leyfis þeirra. Slíkt varðar við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Brot á ofangreindum lögum geta verið kærð til lögreglu.
Hafa samband
Tekið er á móti fyrirspurnum í síma 590-3800.
Einnig er hægt að hafa samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing í síma 612-4994 /617-0508.