Um okkur
Á Heilsuvernd Vífilsstöðum er lögð áhersla á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða sem býða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili
Sagan
Vífilsstaðir eru virðulegt og sögulegt hús sem margir Íslendingar hafa tengingu við. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt var fenginn til að teikna Vífilsstaði sem berklaspítala og var hornsteinn Vífilsstaða lagður þann 31. maí árið 1909, en formleg starfsemi hófst í september 1910. Rögnvaldur smitaðist sjálfur af berklum og lést á Vífilsstöðum árið 1917 aðeins 42 ára gamall.
Í gegnum árin hefur verið mismunandi starfsemi í húsinu en alltaf tengd heilbrigðisstarfsemi.
Í dag
Rekstaraðili Vífilsstaða er Heilsuvernd Vífilsstaðir ehf., dótturfélag Heilsuverndar ehf. sem einnig rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri og Heilsuvernd heilsugæslu í Urðarhvarfi.
Starfsemin hófst í janúar 2023 og tók félagið við þeirri þjónustu sem Landspítali hefur veitt á Vífilsstöðum fyrir skjólstæðinga sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Á Heilsuvernd Vífilsstöðum eru rekin 45 biðrými.
Hafa samband
Heilsuvernd Vífilsstaðir, sími 590-3800.
Vaktstjóri, sími 612-4994 / 617-0508.
Þú getur einnig sent okkur skilaboð og við munum hafa samband til baka.
Stjórnendur
Forstjóri
Teitur Guðmundsson, teitur@hv.is
Framkvæmdastjóri
Fríður Brandsdóttir, fridur@hv.is
Framkvæmdastjóri mannauðs
Hanna Guðlaugsdóttir, hanna@hv.is
Forstöðumaður
Aníta Magnúsdóttir, anitam@vifilsstadir.is
Deildarstjóri
Steinunn Ósk Geirsdóttir, steinunn@vifilsstadir.is