Mannauður
Heilsuvernd Vífilsstaðir byggir starfsemi sína á hæfu, áhugasömu og traustu starfsfólki sem nýtur jafnra tækifæra í öruggu, heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi.
Að starfa hjá okkur
Hjá okkir starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi veita skjólstæðingum okkar góða þjónustu sem einkennist af umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni sjálfri, sjálfstæði hennar og velferð.
Það er okkur mikilvægt að starfsfólk eigi í góðri samvinnu við skjólstæðinga og aðstandendur svo við getum veitt góða þjónustu, skapað gleði og uppbyggileg samskipti okkar á milli.
Móttaka nýliða
Áhersla er lögð á að vel sé tekið á móti nýju starfsfólki strax á fyrsta degi í starfi, því það skiptir okkur miklu máli að starfsfólk upplifi sig velkomið á nýja vinnustaðinn og eigi jákvæða upplifun frá fyrsta starfsdegi.
Við viljum að allt starfsfólk sé stolt af því að vinna hjá Heilsuvernd og er lykilatriði að upplifun nýs starfsfólks sé jákvæð frá fyrsta degi í starfi.
Nýliðamóttaka og kynning á starfsemi Heilsuverndar leggur grunninn að góðu ráðningarsambandi og jákvætt viðmót samstarfsfélaga styður við farsæla aðlögun á nýjum vinnustað.
JÁKVÆÐ OG UPPBYGGILEG SAMSKIPTI
Við stundum jákvæð og uppbyggileg samskipti og gætum þess að halda góðu upplýsingaflæði milli allra hluteigandi aðila.
STERK LIÐSHEILD OG GLEÐI
Við leggjum áherslu á sterka liðsheild og gleði á vinnustaðnum og hvetjum hvort annað til árangurs.
TIL FYRIRMYNDAR
Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi, samkeppnisfær kjör og fjölskylduvænt vinnufyrirkomulag, þar sem jafnvægi einkalífs og vinnu eru höfð að leiðarljósi.
METNAÐUR Í STARFI
Hjá Heilsuvernd starfar hæft, áhugasamt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu.
FJÖLBREYTT VERKEFNI, ÞRÓUN OG NÝSKÖPUN
Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni og starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á faglega þjónustu, teymisvinnu, þróun og nýsköpun.
JÖFN TÆKIFÆRI
Við gætum þess að öllum standi jöfn tækifæri til boða til þekkingaröflunar, þjálfunar og þróunnar í starfi.