Heilsufarsskoðanir
Heilsuvernd sinnir margvíslegum heilsufarsskoðunum fyrir vinnustaði og starfsmenn þeirra, ásamt öðrum sértækum atvinnutengdum skoðunun eins og sjómannaskoðunum, starfsráðningaskoðunum og vegna aukinna ökuréttinda.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka heilsufarsskoðun fyrir þitt starfsfólk
Heilsufarsskoðanir eru forvarnamiðaðar og er markmiðið að veita hverjum einstaklingi innsýn í eigin heilsu og stuðla að snemmbæru inngripi í heilsufarsvandamál.
Í ráðgjafaviðtali í heilsufarsskoðun er komið inn á almenna líðan og heilsufar, áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og tóbaksnotkun. Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær starfsmaður viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
Við komum til ykkar eða þið til okkar
Heilsufarsskoðanir fara fram á vinnustaðnum eða á starfsstöð Heilsuverndar í Kópavogi eða á Akureyri. Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarssögu með skjólstæðingi og framkvæmir mælingar á heilsufarsþáttum með sérstakri áherslu á forvarnir gegn hjarta-, æða- og lífsstílssjúkdómum.
Fjölbreytilegir möguleikar eru á samsetningu á innihaldi heilsufarsskoðana og geta t.d. verið með eftirfarandi hætti:
Heilsufarsskoðun/grunnskoðun
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
- Heilsuefland ráðgjöf hjúkrunarfræðings út frá niðurstöðum mælinga
Í ráðgjafaviðtali hjúkrunarfræðings er komið inn á heildstæða líðan einstaklings og heilsufar. Ráðgjöf er veitt miðað við niðurstöður mælinga og sniðin að þörfum einstaklings.
(tekur um 10 mín per einstakling)
Heilsufarsskoðun með sérvöldum áhersluþætti
- Blóðþrýstingur og púls
- Heildarkólesteról
- Blóðsykur
Val um einn af eftirfarandi áhersluþáttum samhliða grunnskoðun:
- Blóðrauðamæling
- Sundurliðuð mæling á LDL/HDL kólesteróli
- Mat á svefngæðum og ráðgjöf varðandi svefn og hvíld
- Mat á vellíðan (stuðst við vellíðunarkvarða) og ráðgjöf varðandi andlega heilsu og vellíðan
- Heilsuefland ráðgjöf hjúkrunarfræðings tengt niðurstöðum mælinga
Í ráðgjafaviðtali hjúkrunarfræðings er komið inn á heildstæða líðan einstaklings og heilsufar. Farið er yfir undirstöðuþætti góðrar heilsu s.s. hreyfingu, næringu og hvíld/svefn auk tóbaksnotkunar. Veitt er viðeigandi ráðgjöf miðað við niðurstöður mælinga og ráðgjöf sniðin að þörfum einstaklings. Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær einstaklingur viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
(tekur um 15 mín per einstakling).
Heilsufarsskoðun með tveimur sérvöldum áhersluþáttum
- Blóðþrýstingur og púls
- Kólesterólmæling
- Blóðsykur
Val um tvo af eftirfarandi þáttum:
- Blóðrauðamæling
- Sundurliðuð mæling á LDL/HDL kólesteróli
- Stoðkerfismat og fræðsla
- Mat á svefngæðum og ráðgjöf varðandi svefn og hvíld
- Mat á vellíðan (stuðst við vellíðunarkvarða) og ráðgjöf varðandi andlega heilsu og vellíðan
- Mat á streitu / kvíða og ráðgjöf varðandi andlega heilsu og fyrirbyggjandi þætti
- Heilsuefland ráðgjöf hjúkrunarfræðings tengt niðurstöðum skoðunar
Í ráðgjafaviðtali hjúkrunarfræðings er komið inn á heildstæða líðan einstaklings og heilsufar. Farið yfir undirstöðuþætti góðrar heilsu s.s. hreyfingu, næringu og hvíld/svefn auk tóbaksnotkunar. Veitt er viðeigandi ráðgjöf miðað við niðurstöður mælinga og ráðgjöf sniðin að þörfum einstaklings. Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær einstaklingur viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
(tekur um 20 mín per einstakling).
Heilsufarsskoðun með áherslu á áhrifaþætti í vinnuumhverfi
- Blóðþrýstingur og púls
- Kólesterólmæling
- Blóðsykur
- Heyrnarmæling
- Öndunarmæling (spirometria)
- Stoðkerfismat
- Mat á vellíðan (stuðst við vellíðunarkvarða) og ráðgjöf varðandi andlega heilsu og
- Heilsuefland ráðgjöf hjúkrunarfræðings tengt niðurstöðum skoðunar
Í ráðgjafaviðtali hjúkrunarfræðings er komið inn á heildstæða líðan einstaklings og heilsufar. Farið yfir undirstöðuþætti góðrar heilsu s.s. hreyfingu, næringu og hvíld/svefn auk tóbaksnotkunar. Veitt er viðeigandi ráðgjöf miðað við niðurstöður mælinga og ráðgjöf sniðin að þörfum einstaklings. Ef niðurstöður heilsufarsskoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær einstaklingur viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
Ítarleg heilsufasskoðun með hjartaálagsprófi
Ítarleg heilsufasskoðun með hjartaálagsprófi er aðeins framkvæmd á starfsstöð Heilsuverndar í Kópavogi.
- Spurningalisti um heilsufar og áhættuþætti
- Blóðprufa
- Þvagprufa
- Líkamssamsetningargreining
- Blóðþrýstingur og púls
- Hjartaálagspróf
- Læknisskoðun
Í ráðgjafaviðtali hjá lækni er farið yfir niðurstöður skoðunar og veitt einstaklingsbundin ráðgjöf út frá áhættuþáttum. Ef niðurstöður skoðunar gefur til kynna að nánari úrvinnslu sé þörf fær einstaklingur viðeigandi ráðleggingar þar að lútandi.
Aðrar atvinnutengdar heilsufarsskoðanir
- Starfsráðningaskoðanir
- Sjómannaskoðanir
- Flugliðaskoðanir
- Slökkviliðs- & reykkafaraskoðanir
- Vinnuvéla- & ökuréttindaskoðanir
- Umhverfistengdar heilsufarsskoðanir