Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Aldís Arna Tryggvadóttir

PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Árangursrík streitustjórnun á mannamáli

Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að velja jafnvægi í lífi, leik og starfi – að verða sinn eigin ,,Orkumálaráðherra”.

Skapaðu líf sem þú þarft ekki frí frá!

Með fræðslu til forvarna er þátttakendum látin í té haldbær verkfæri til að koma í veg fyrir streitu og vanlíðan hvers konar. Ýmist sigrum við streituna eða hún sigrar okkur – okkar er valið. 

Markmiðið er að þátttakendur geti upplifað jafnvægi í lífi, leik og starfi á einfaldan en um leið árangursríkan hátt og skemmtilegan hátt.

Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Fræðsla til forvarna gegn streitu og vanlíðan er fjárfesting til farsældar.

Rannsóknir sýna að forvarnarfræðsla borgar sig 8-falt í formi betri líðanar, færri veikindadaga, minni kostnaðar, aukins árangurs, minni samfélagslegs kostnaðar og aukinnar velferðar. 

Fjallað er um einkenni streitu, orsök hennar og afleiðingar. Meginstefið er hvernig hægt er að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum og setja upp einstaklingsmiðaða áætlun um streituvarnir til frambúðar. Fjallað verður um haldbærustu streituráðin, H-in 5, og það sem þarf til að streituráðin virki, S-in 5. 

Dæmi um spurningar sem svarað verður í fyrirlestrinum:

  1. Hver eru einkenni streitu, kulnunar og sjúklegrar streitu? Hver er munurinn?
  2. Hverjir eru helstu streituvaldar nútímans? 
  3. Hverjir eru þínir helstu streituvaldar og hvernig bregstu við álagi?
  4. Hverjar eru helstu viðvörunarbjöllur streitu?
  5. Hvernig má nýta ,,Streitukortið” til að verjast því að streitan taki völdin?
  6. Hver eru áhrifaríkustu streituráðin fyrir jafnvægi í lífi, leik og starfi? H-in 5. 
  7. Hverjar eru forsendur þess að streituráðin virki? S-in 5. 
  8. Hverjar eru skyldur starfsmanna a.v. í vinnusambandinu og stjórnenda h.v.?
  9. Hvernig má auka sálfélagslega vinnuvernd (lögbundið) & sálrænt öryggi á vinnustað?

Vertu við stjórnvölinn. Stjórnaðu streitunni – ella stjórnar streitan þér!

Lengd námskeiðs

30 -120 mín. (30, 45, 60, 90, 120 mín). 

Vinnustofa 1/2 eða 1 dagur.

Athugið: Fyrirlesturinn er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.