Fara á efnissvæði

Markþjálfun

Markþjálfun er fyrir hvern þann sem hefur metnað til þess að fá meira út úr lífinu og blómstra – þann sem vill með stuðningi markþjálfa virkja sína innri visku & styrk til þess að breyta draumsýn í veruleika á hvaða sviði lífsins sem er, t.d. varðandi heilsueflingu (heilsumarkþjálfun), samskipti, nám & störf, jafnvægi einkalífs og atvinnu, aukna lífsgleði og aukin lífsgæði.

Fyrirspurn eða bóka tíma

Sendið okkur skilaboð eða hringið í síma 510-6500 til að bóka tíma.

Markþjálfun

Markþjálfun er vinsæl og virt aðferðarfræði sem nýtist jafnt til starfa, í árangursríkum samskiptum og við markmiðasetningu hvers konar.

Tilgangur markþjálfunar er að einstaklingar upplifi ríkari tilgang, lífshamingju, sigra og sátt. Markþjálfun er vettvangur visku, virðingar & trausts og miðar að því að markþjálfi styðji marksækjanda í að taka fulla ábyrgð og stjórn á eigin lífi og líðan með sjálfsrækt að leiðarljósi.
Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar, m.a. jákvæða sálfræði, leiðtogafræði, stefnumótun, íþróttafræði, hugræna atferlismeðferð (HAM), geðlækningar, sálgæslu, tilvistarsálfræði, uppeldisfræði og NLP.

Markþjálfun er fyrir hvern þann sem hefur metnað til þess að fá meira út úr lífinu og blómstra – þann sem vill með stuðningi markþjálfa virkja sína innri visku & styrk til þess að breyta draumsýn í veruleika á hvaða sviði lífsins sem er, t.d. varðandi heilsueflingu (heilsumarkþjálfun), samskipti, nám & störf, jafnvægi einkalífs og atvinnu, aukna lífsgleði og aukin lífsgæði.

Viðfangsefni markþjálfunar snúast einkum um að leita svara við eftirfarandi spurningum:

  • Hver er ég (raunverulega)?
  • Hvað vil ég (raunverulega)?
  • Af hverju vil ég þetta?
  • Hvernig skilgreini ég árangur? Hvað er árangur fyrir mér?
  • Hvernig næ ég markmiðum mínum á uppbyggilegan, árangursríkan hátt og skemmtilegan hátt?
  • Hver er minn tilgangur í lífi, leik og starfi? Hvað kom ég til að læra og hvað ætla ég að skilja eftir?

Teymisþjálfun

Teymismarkþjálfun hefur reynst hvers konar teymum einstaklega árangursrík leið til þess að bæta líðan, samskipti og árangur fólks innan teymisins. Teymisþjálfun hefur vaxið í vinsældum á vinnustöðum um allan heim þar sem hún er til þess fallin að auka vellíðan og velgengni starfsmanna, bæta þar með starfsanda, samskipti, samstarf og vinnugleði sem leiðir af sér aukin afköst, framleiðni og hagnað fyrirtækja. Í teymisþjálfun koma saman markþjálfi – sá sem leiðir ferlið og að hámarki 15 manna teymi sem vill finna leiðina að sameiginlegum árangri & ávinningi – og hafa gagn & gaman af því um leið.

Teymismarkþjálfun miðar að því að ná eftirfarandi fram:

  • Sameiginlegir sigrar – Að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu (ekki málamiðlun) í aðkallandi viðfangsefni (samskipti, samstarf, rekstur).
  • Stuðla að því að 1+1+1 verði miklu meira en 3 með ,,margföldunaráhrifum markþjálfunar.“
  • Tryggja að mismunandi sjónarmið fái áheyrn.
  • Stuðla að því að teymið sé samstillt, vel upplýst og líti til sömu áttar.
  • Stuðla að bættri líðan, starfshelgun og vinnugleði á vinnustað.
  • Skapa aðstæður sem hvetur einstaklinga til þess að blómstra í lífi & starfi.

Enginn getur allt, allir geta eitthvað & saman getum við fullt…

Heilsumarkþjálfun

,,Heildræn heilsufarsefling – Heilsumarkþjálfun“:

Einstaklingi er fylgt eftir með markþjálfun á öllum stigum heilsufarseflingarinnar (háð þeirri leið sem viðkomandi velur).

Tilgangurinn er að auka skuldbindingu þeirra sem vilja ná tökum á heilsunni í eitt skipti fyrir öll með því að veita viðkomandi fræðslu, stuðning og aðhald. Í kjölfarið aukast líkurnar á að varanlegur árangur náist í lífsstílsbreytingarferlinu og að viðkomandi upplifi bætta líðan og betri lífsgæði.

Markþjálfi

Aldís Arna Tryggvadóttir hefur hlotið gæðavottun markþjálfa frá International Coaching Federation (ICF), stærstu óháðu samtökum markþjálfa á alþjóðavísu – “The Golden Standard in Coaching” sem PCC vottaður fagmarkþjálfi (e. Professional Certified Coach).

Nánar um Aldísi Örnu