Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Aldís Arna Tryggvadóttir

PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Starfsánægja, samskipti & samstarf

Starfsánægja er forsenda árangur sérhvers fyrirtækis og/eða stofnunar. En Hvernig stuðlum við að betri líðan, aukinni vinnugleði og starfsánægju á vinnustað? Svarið felst í því að verða okkar eigin ,,Félagsmálaráðherrar” sem taka fulla ábyrgð á félagslegri heilsu og vanda samskipti í hvívetna.  

Leyfðu manni að vera manns gaman!

Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að stuðla að virðingarríkum samskiptum með því að efla samskiptahæfni sína á tvo vegu: 

  1. Að vernda og hlúa vel að félagslegri heilsu og 
  2. Leggja sig fram um að öðrum líði vel í samskiptum við viðkomandi 

Engum dylst mikilvægi vandaðra samskipta og áhrifa þeirra á starfsanda, starfsánægju, vellíðan og velgengni á vinnustað. Margföldunaráhrif góðra samskipta skila sér jafnframt í betri líðan og samskipti í einkalífinu. Góð samskipti þar sem virðing, vinsemd og traust er í forgrunni eru samkvæmt rannsóknum talin lykillinn að hamingju og vellíðan. Þau eru forsenda þess að við náum tökum á tilverunni. Slæm samskipti eru hins vegar stærsti streituvaldurinn í lífi fólks og hafa því ákaflega truflandi áhrif á andlega, líkamlega og félagslega líðan. Því er til mikils að vinna með vönduðum samskiptum og bættri samskiptahæfni.

Rannsóknir sýna að þeir sem búa yfir ríkri samskiptahæfni upplifa betri líðan og meiri árangur í lífi, leik og starfi en þeir sem rækta ekki þá hæfni. Í kjölfar fræðslunnar eru þátttakendur með tæki og tól til að stuðla að betri líðan, aukinni vinnugleði og starfsánægju á vinnustað sem aftur skilar sér í auknum afköstum, meiri framlegð og sameiginlegum sigrum stjórnenda, starfsmanna og fjölskyldum þeirra (e. Win-win).

Þegar um 90 mín eða lengri tíma er að ræða er tilvalið að fara einnig í hópeflisæfingu sem byggir á því að greina hvernig við og vinnufélagar okkar eru í samskiptum. Í kjölfarið verður minna um árekstra og misskilning en meira um skilning og samstöðu. 

Ef óskað er eftir vinnustofu (3-7 klst.) er skrefið tekið enn lengra. Stjórnendur og/eða samstarfsmenn stilla saman strengi og gera með sér ,,samstarfs- og samskiptasáttmála’’ þar sem öll sjónarmið fá áheyrn í því augnamiði að stuðla að aukinni hluttekningu, virðingu, vellíðan og velgengni starfsmanna og teymisins. 
 
Dæmi um spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:

  1. Hvað eru samskipti og hverjar eru mismunandi birtingarmyndir samskipta?
  2. Hvaða máli skipta samskipti, samskiptagreind og tilfinningagreind?
  3. Hvað eru góð samskipti? Þegar maður er manns gaman!
  4. Hvað eru ,,vond“ samskipti? Þegar maður er manns ,,ógaman”!
  5. Hvernig má bæta starfsanda, vinnugleði og starfshelgun á vinnustað?
  6. Hver ber ábyrgð á því að skapa góðan starfsanda og hvernig er farið að því?
  7. Hvernig má efla samskiptahæfni til að ná betri árangri & virðingu í samskiptum?
  8. Hvernig er best að vernda félagslega heilsu?
  9. Hvernig má setja mörk með virðingu í óvægnum samskiptum?

Hvernig ert þú í samskiptum og hvernig vilja vinnufélagar þínir að þú komir fram við þá? (Lengri fræðsla + 90 mín.)

Hvað felst í ,,samstarfs- og samskiptasáttmála“ á vinnstað? (vinnustofa, hálfur eða heill dagur).

Tímalengd

30 -120 mín. (30, 45, 60, 90, 120 mín). 

Vinnustofa 1/2 eða 1 dagur.

Athugið: er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.