Námskeið fyrir einstaklinga og hópa
Ráðgjafar og sérfræðingar Heilsuverndar bjóða einstaklingum og hópum upp á ýmis námskeið og vinnustofur.
Námskeið á næstunni, helstu upplýsingar og tímasetningar
Stefnumótun í eigin lífi – Jákvæð sálfræði og markþjálfun
Hefst 4. nóvember 2025 - Ennþá laus pláss
Nánari upplýsingar og skráning
Hafa samband
Sendu okkur póst ef þú ert með fyrirspurn eða óskar eftir að skrá þig á námskeið hjá okkur
Stefnumótun í eigin lífi – Jákvæð sálfræði og markþjálfun
Á þessu námskeiði færð þú tækifæri til að staldra við, meta stöðuna í eigin lífi og móta skýra stefnu. Unnið er með sálræna, félagslega og líkamlega heilsu, persónuleg gildi, lífsmynstur og styrkleika. Þú kortleggur líf þitt í dag, skoðar hvað heldur aftur af þér og hvað kveikir á drifkrafti þínum. Þú lærir að setja skýr markmið, nýta tímann betur og þróa framtíðarsýn sem byggir á innri sannfæringu og tilgangi. Námkskeiðið byggir á jákvæðri sálfræði, markþjálfun og ACT.
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja taka meðvitaða afstöðu til eigin lífs, ná betra jafnvægi og lifa í meiri sátt við sjálfa/n sig – í takti við eigin styrkleika, gildi og drauma.
Kennari
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA, og markþjálfi með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, handleiðslu og mannauðsstjórnun. Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.
Tímasetningar
Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum 9.30 -11.30 í 4 vikur – samtals 8 skipti.
Námskeið - 23. September /Fullbókað
Námskeið - 4. Nóvember / Laus pláss
Staðsetning
Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 3. hæð
Verð
88.000 kr.
Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@hv.is eða í síma 898-0500
Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið.
Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði