Fara á efnissvæði

Námskeið fyrir einstaklinga og hópa

Ráðgjafar og sérfræðingar Heilsuverndar bjóða einstaklingum og hópum upp á ýmis námskeið og vinnustofur.

Námskeið á næstunni, helstu upplýsingar og tímasetningar

Stefnumótun í eigin lífi – Jákvæð sálfræði og markþjálfun 
Hefst 4. nóvember 2025 - Ennþá laus pláss


Streitustjórnun og seigluþjálfun
Hefst 7.október 2025 - Ennþá laus pláss

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú ert með fyrirspurn eða óskar eftir að skrá þig á námskeið hjá okkur

Streitustjórnun og seigluþjálfun

Námskeið  til að bæta heilsu og auka vellíðan.


Á þessu námskeiði er áhersla lögð á að kenna fólki að draga úr streitu og streitueinkennum, ná meiri stjórn á viðbrögðum líkamans við streitu og langvarandi álagi, draga úr einkennum streitu og efla lífsgæði og vellíðan.

Kenndar eru aðferðir til að efla innri styrk og seiglu en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi í gegnum álag og streitu. Hægt er að þjálfa upp þennan eiginleika með ýmsum aðferðum.

Þátttakendur læra margvíslegar aðferðir byggðar á vísindum um tengingu hugar og líkama (Mind body medicine) sem og inngrip sem byggja á sjálfsvinnu:

Meðal annars:

  • Að þekkja sín eigin streituviðbrögð og streituvalda.
  • Ýmsar hugleiðsluaðferðir og öndunaræfingar til að virkja slökunarviðbragð líkamans sem eru varnir líkamans við innri streitu.
  • Að breyta hugsanamynstrum og tilfinningalegum viðbrögðum til að fara frá streitutengdum hugsunum í hugsanir byggðar á seiglu.
  • Aðferðir til að bæta svefn, næringu og líkamlega hreyfingu.

Inn í námskeiðið fléttast hinar ýmsu aðferðir eins og öndun, núvitund, jóga, jóga nidra, jákvæð sálfræði, samkenndarnálgun, og ACT.
Námskeiðið er því fullt af verkfærum og bjargráðum sem fólk er hvatt til að prófa á meðan á námskeiði stendur. Vegleg les- og vinnubók fylgir námskeiðinu.

Rannsókn frá árinu 2015 sýndi fram á að þátttakendur sem tóku þátt í námskeiðinu drógu úr læknisheimsóknum að meðaltali um 43% árið eftir að þeir tóku þátt.

Námskeiðið byggir á tengingu huga og líkama (Mind – Body Medicine) og stutt af læknisfræðilegum rannsóknum frá Harvard Medical School og Benson-Henry Institute.

Mind-Body Medicine hugmyndafræðin byggir á því að venjur, hugsanir, tilfinningar,hegðun og samskipti eru talin hafa mikil áhrif á líkamlega heilsu og sömuleiðis hefur líkamleg heilsa áhrif á hugann og andlega heilsu.

Rannsóknir sýna jákvæð áhrif á hina ýmsu sjúkdóma og ástand sem tengjast streitu og streitutengdum sjúkdómum. 

60-90% af heimsóknum til lækna eru vegna sjúkdóma sem tengjast streitu. Streitutengd veikindi eru meðal annars háþrýstingur, hjartasjúkdómar, langvinnir verkir, kvíði og þunglyndi og jafnvel ofnæmi, exem og fl. Streitueinkenni geta verið alls konar eins og  erfiðleikar með svefn, pirringur, einbeitingaskortur, minnisleysi, verkir og almennt erfiðara að fara í gegnum daginn. Mind-body medicine er oftast árangursríkasta meðferðin til að meðhöndla streitu eða koma í veg fyrir að streita fái að þróast í sjúklegt ástand.

Aðeins heilbrigðismenntaðir aðilar fá leyfi til að kenna þetta námskeið að undangenginni þjálfun hjá Benson- Henry Institute for Mind Body Medicine at Massachussetts General Hospital. 

Kennari
Hugrún Linda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Hugrún hefur sérhæft sig í streitustjórnun, seiglu, jákvæðri sálfræði, handleiðslu og núvitund og hefur öðlast réttindi til að kenna þetta námskeið.

Tímasetningar
Námskeiðið er kennt 1 sinni í viku  í 2,5 klst í senn í 8 vikur.

Næsta  námskeið: 7.október 2025
Kennt á þriðjudögum kl. 13.00 – 15.30

Staðsetning
Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 3. hæð.

Verð
108.000 kr.

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@hv.is eða í síma 898-0500

Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði, m.a. sjóðir leik -grunnskóla- og framhaldsskólakennara.

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóð

 

 

Stefnumótun í eigin lífi – Jákvæð sálfræði og markþjálfun

Á þessu námskeiði færð þú tækifæri til að staldra við, meta stöðuna í eigin lífi og móta skýra stefnu. Unnið er með sálræna, félagslega og líkamlega heilsu, persónuleg gildi, lífsmynstur og styrkleika. Þú kortleggur líf þitt í dag, skoðar hvað heldur aftur af þér og hvað kveikir á drifkrafti þínum. Þú lærir að setja skýr markmið, nýta tímann betur og þróa framtíðarsýn sem byggir á innri sannfæringu og tilgangi. Námkskeiðið byggir á jákvæðri sálfræði, markþjálfun og ACT.

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja taka meðvitaða afstöðu til eigin lífs, ná betra jafnvægi og lifa í meiri sátt við sjálfa/n sig – í takti við eigin styrkleika, gildi og drauma.

Kennari
Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA, og  markþjálfi með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, handleiðslu og mannauðsstjórnun. Hugrún hefur unnið mikið með fólki sem er að ganga í gegnum breytingar eða lífskreppur og þarf að móta nýja framtíðarsýn hvort sem er í einkalífi eða starfi. Einnig með fólki sem glímir við streitu og þarf að læra að staldra við og skoða lífið frá öðru sjónarhorni, huga að andlegri heilsu og almennri vellíðan.

Tímasetningar
Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum 9.30 -11.30 í 4 vikur – samtals 8 skipti.

Námskeið - 23. September /Fullbókað
Námskeið - 4. Nóvember / Laus pláss

Staðsetning
Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, 3. hæð

Verð
88.000 kr.

Nánari upplýsingar hjá Hugrúnu – hugrun@hv.is eða í síma 898-0500

Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið.

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði