Fara á efnissvæði

Fyrirtækjaþjónusta

Heilsuvernd veitir fyrirtækjum margvíslega þjónustu tengda læknis- og sálfræðiþjónustu, heilsu- og vinnuvernd auk ýmiskonar fræðslu og námskeiðahalds.

Við leggjum áherslu á að veita fjölbreytta og faglega þjónustu sem löguð er að þörfum viðskiptavina okkar og að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með því að efla heilbrigði og vellíðan.   

Læknisþjónusta á hjúkrunarheimilum

Heilsuvernd þjónustar hjúkrunarheimili með skipulagðri læknisþjónustu á dagvinnutíma og bakvaktarþjónustu allan sólarhringinn.

Trúnaðalæknisþjónusta

Trúnaðarlæknaþjónusta og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu er mikilvægur tengiliður milli vinnustaða og starfsmanna. 

Fjarveruskráningar

Heilsuvernd sinnir fjarveruskráningum þar sem hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með skráningu veikindafjarvista og veita starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf í veikindum.

Velferðarþjónusta

Velferðarþjónusta Heilsuverndar tryggir atvinnurekendum og starfsmönnum þeirra gott aðgengi að stórum hópi ráðgjafa á flestum sviðum velferðar, víða um landið. 

Heilsufarsskoðanir

Heilsuvernd sinnir margvíslegum heilsufarsskoðunum fyrir vinnustaði og starfsmenn þeirra, ásamt öðrum sértækum atvinnutengdum skoðunun eins og sjómannaskoðunum, starfsráðningaskoðunum og vegna aukinna ökuréttinda. 

Atvinnutengdar heilsufarsskoðanir

Starfsráðningaskoðanir - Sjómannaskoðanir - Flugliðaskoðanir - Slökkviliðs- & reykkafaraskoðanir - Vinnuvéla- & ökuréttindaskoðanir - Umhverfistengdar heilsufarsskoðanir

Fræðsla og námskeið

Heilsuvernd býður upp á fræðslu og námskeið á sviði vinnu- og heilsuverndar sem við sníðum að þörfum viðskiptavina okkar, einstaklingum og fyrirtækjum.

Skyndihjálp

Námskeiðin í skyndihjálp eru ætluð skipulagsheildum og hópum. Námskeiðin henta einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum og þess háttar.  

Bólusetningar

Heilsuvernd býður starfsfólki fyrirtækja bólusetningar gegn árlegri inflúensu, atvinnutengdar bólusetningar auk allra almennra og sértækra ferðamannabólusetninga. 

Vinnuvernd & áhættumat

Heilsuvernd er viðurkenndur heildstæður þjónustuaðili á sviði heilsu- og vinnuverndar hjá Vinnueftirlitinu. 

Úttekt starfsstöðva & ráðgjöf

Gott starfsumhverfi hefur áhrif á starfsánægju og vellíðan starfsmanna. 

Lyfja- og fíkniefnaprófanir og áfengismæling

Lyfja- og fíkniefnapróf sem og áfengismæling er mikilvægur liður í að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks á vinnustað og almennings.

Stunguóhöpp

Heilsuvernd býður upp á þjónustu tengda stunguóhöppum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru í þjónustusamningi hjá Heilsuvernd.