Fara á efnissvæði
Salfraedi-medferd

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingarnir hjá Heilsuvernd þjónusta einstaklinga og fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu. Veitt er sálfræðiþjónusta, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði.

Hafa samband

Við leggjum áherslu á að koma á móts við þarfir hvers og eins við þjónustu og ákvörðun meðferðarúrræðis. Sendið okkur skilaboð eða hringið í síma 510-6500 til að bóka tíma.

Sálfræðingarnir hjá Heilsuvernd þjónusta einstaklinga og fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu.

Heilsuvernd er einnig í samstarfi við aðra sálfræðinga og sérfræðinga um ýmis verkefni. Veitt er sálfræðiþjónusta, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði.

Þjónusta við einstaklinga, pör og hópa

Öll getum við þurft á stuðningi að halda og eru ástæður þess að fólk leitar til sálfræðings eins mismunandi eins og þær eru margar. Veitt er ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði. 

Þjónusta við fyrirtæki og vinnustaði

Sálfræðingarnir taka að sér að þjónusta fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu og hafa sum okkar margra ára reynslu á því sviði. Til þess er gerður sérstakur þjónustusamningur við fyrirtækið.

Samvinnan gengur út á nokkra þætti – mismunandi eftir þörfum hvers og eins:

  • Viðtöl á stofu og stuðningur við starfsmenn eða viðskiptavini fyrirtækisins gegn vægara gjaldi
  • Fræðsla til fyrirtækisins um sálrænan stuðning og viðbrögð við áföllum eða erfiðum uppákomum sem átt geta sér stað á vinnustað. Ásamt því að gera starfsfólk mun betur undirbúið undir að takast á við erfiða atburði er upp geta komið og er markmiðið að byggja upp þrautseigju og efla forvarnir
  • Inngrip og/eða fræðsla í tengslum við eineltis eða samskiptavanda.
  • Námskeiðshald
  • Sinna útkallsþjónustu ef erfiðar uppákomur verða þar sem þörf gæti verið á aðstoð strax. Sálfræðingur er alltaf á vakt og með útkallssíma.

Nánari upplýsingar um þjónustu, ráðgjöf og meðferðarúrræði

TEYMIÐ – SÁLFRÆÐINGARNIR

Hjá okkur er saman komin fjölbreytt fagþekking og reynsla á sviði meðferðar, ráðgjafar, fræðslu og greiningarvinnu. Teymið hefur m.a. sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra.