Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Valdís Birta Arnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Smitsjúkdómar barna – fræðsla fyrir starfsfólk í leikskólum

Fræðsla um smitsjúkdóma barna fyrir starfsfólk leikskóla. Markmiðið er að fræða um helstu einkenni smitsjúkdóma barna vegna fjölda veikinda leikskólabarna á fyrstu árunum. Einnig að þekkja helstu smitleiðir til forvarnar gegn smitum innan leikskólans bæði fyrir starfsfólk og börn.

Fjallað er um helstu smitsjúkdóma barna og farið yfir hvern og einn í stuttu máli. Áhersla er lögð á að svara eftirfarandi spurningum um hvern sjúkdóm:

  • Hver eru einkenni sjúkdómsins
  • Hverjar eru smitleiðir hans
  • Hvað þarf barn að vera lengi frá leikskól

Markmiðið er að fræða starfsfólk leikskóla um helstu einkenni smitsjúkdóma barna vegna fjölda veikinda leikskólabarna á fyrstu árunum. Einnig að þekkja helstu smitleiðir til forvarnar gegn smitum innan leikskólans bæði fyrir starfsfólk og börn. Farið er yfir m.a. hve lengi börn þurfa að vera frá leikskóla ef smit kemur upp miðað við hvern smitsjúkdóm.

Lengd

45 mín

 

Umsagnir:

„Stuttur og hnitmiðaður fyrirlestur sem svarar mörgum spurningum um einkenni og smitleiðir mismunandi smitsjúkdóma og ekki síður um hvenær sé eðlilegt að barn mæti aftur í leikskóla eftir veikindi. Bæði starfsfólk og stjórnendur eru nú öruggari um þær reglur og viðmið sem setja þarf varðandi veikindi og endurkomu. Vel uppsett tafla um algenga smitsjúkdóma leikskólabarna, smitleiðir, forvarnir og hvenær barn má mæta aftur í leikskóla eftir veikindi“.

Guðlaug Kristinsdóttir, leikskólastjóri
Leikskólinn Rofaborg

„Við vorum öll mjög ánægð með fyrirlesturinn. Þú varst mjög skýr og þetta var alveg mátulega langt, ekki of langt né of stutt. Það voru allir sammála um að þetta skýrði margt og öllum fannst þeir öruggari með að hringja í foreldra og biðja um að sækja þar sem þau voru núna með fleiri rök fyrir því af hverju barnið ætti ekki að vera í leikskólanum. Ég myndi klárlega mæla með þessu fyrir alla leikskóla.“

Ragna Kristín Gunnarsdóttir, leikskólastjóri
Ævintýraborg Vogabyggð

„Almenn ánægja. Þú varst frábær og innihaldið mjög fróðlegt og gagnlegt. Eitthvað sem allir halda að þeir viti allt um en vita ekki“.

Júlíana S, Hilmisdóttir, leiskólastjóri
Leikskólinn Klettaborg

„Kærar þakkir fyrir fræðandi og nauðsynlegan fyrirlestur. Það er frábært að taka þessar upplýsingar með sér inn í veturinn og vera betur undirbúin fyrir samtalið við foreldra.
Starfsfólkið mitt var mjög ánægt. Takk fyrir okkur“.

Sigríður Stephensen, leikskólastjóri
Leikskólinn Sólgarður