Bólusetningar
Heilsuvernd býður starfsfólki fyrirtækja bólusetningar gegn árlegri inflúensu, atvinnutengdar bólusetningar auk allra almennra og sértækra ferðamannabólusetninga.
Bólusetningar
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka bólusetningu fyrir þitt starfsfólk
Inflúensubólusetningar fyrir starfsmenn
Hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar koma á þinn vinnustað og bólusetja fyrir árlegri innflúensu.
Árleg inflúensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast er mismikið og getur valdið einstaklingum umtalsverðum veikindum með fjarvistum frá vinnu og skóla.
Með inflúensubólusetningu er hægt að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsmanna, þar sem hún getur minnkað líkur á smitum og veikindum og þar með dregið úr fjarveru vegna veikinda.
Árleg bólusetning er besta vörn gegn inflúensunni.
Ferðalög starfsmanna erlendis
Starfsmenn eru bólusettir og veitt ráðgjöf út frá þeim stað/landi sem ferðast er til og veittar upplýsingar um smitvarnir og forvarnir gegn sjúkdómum sem þeir geta átt í hættu á að verða útsettir fyrir.
Atvinnutengdar bólusetningar
Veitt ráðgjöf og starfsmenn bólusettir gegn þeim sjúkdómum sem þeir geta verið útsettir fyrir vegna atvinnu sinnar.
Bólusetningar sem í boði eru:
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti
- Barnaveiki, stífkrampi, kíghósti og mænusótt
- Mænuveiki
- Taugaveiki
- Lifrarbólga A
- Lifrarbólga B
- Lifrarbólga A+B
- Heilahimnubólga
- Mýgulusótt
- Hundaæði
- Japönsk Heilabólga
- Inflúensa
Aðrar bólusetningar samkvæmt samráði við lækna/hjúkrunarfræðinga Heilsuverndar.