Fara á efnissvæði

Úttekt starfsstöðva & ráðgjöf

Gott starfsumhverfi hefur áhrif á starfsánægju og vellíðan starfsmanna. 

Hafa samband

Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka þjónustuna fyrir þinn vinnustað

Úttekt starfsstöðva

Úttekt á starfsstöð starfsmanna hefur forvarnargildi sem getur stuðlað að fækkun veikindadaga og fjarvista er tengjast vinnutengdu álagi. 

Með úttekt á starfsstöð starfsmanna er leitast við að greina aðstæður í vinnuumhverfi starfsmanna, ásamt því að veita fræðslu og ráðgjöf um það sem betur má fara. 

Sérfræðingur fer milli starfsstöðva starfsmanna, skoðar og metur starfstöð hvers og eins. Aðstæður eru metnar m.t.t. stoðkerfisþátta og vinnuskipulags, stillinga á borðum, stólum, tölvuskjám og öðrum vinnutengdum tækjum. 

Starfsmaður fær leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi líkamsbeitingu, vinnuskipulag og þætti er lúta að starfsstöðinni almennt.