Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir

Félags- og fjölskyldufræðingur, MA.

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni getur átt sér stað á hvaða vinnustað sem er. Námskeiðið er fyrir vinnustaði sem vilja leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að kynferðisleg áreitni þrífist á þeirra vinnustöðum og um leið skapa öruggt og gott umhverfi fyrir sitt starfsfólk.

EKKO
Kynferðisleg áreitni er skilgreind sem hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Markmið námskeiðsins er að starfsfólk sé upplýst um hvaða hegðun er í lagi og hver ekki. Með því er dregið úr líkum á, eða komið í veg fyrir, að kynferðisleg áreitni þrífist á vinnustaðnum.

Námskeiðið er fyrir vinnustaði sem vilja leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að kynferðisleg áreitni þrífist á þeirra vinnustöðum og um leið skapa öruggt og gott umhverfi fyrir sitt starfsfólk.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni.
  • Áhrif kynferðislegrar áreitni á einstaklinga.
  • Áhrif kynferðislegrar áreitni á starfsanda.
  • Áhrif kynferðislegrar áreitni á rekstur fyrirtækja/stofnana.
  • Algeng viðbrögð þegar sagt er frá og áhrif sem þau geta haft.
  • Þætti sem geta skapað aðstæður þar sem kynferðisleg áreitni þrífst.
  • Þætti sem geta skapað aðstæður sem draga úr hættu á kynferðislegri áreitni.


Lengd námskeiðs

 30 eða 45 mínútur.