Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir

Félags- og fjölskyldufræðingur, MA.

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Þegar sagt er frá – Fyrstu viðbrögð

Fræðsla fyrir fagaðila til að bregðast við á faglegan og hjálplegan hátt þegar þolandi ofbeldis eða áreitis segir frá.

EKKO
Einn af hverjum fimm segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Samkvæmt rannsóknum geta þau viðbrögð sem þolandi mætir þegar hann segir frá haft veruleg áhrif þegar kemur að úrvinnslu og bata hans.

Fyrir hverja
Fræðslan nýtist fagaðilum eins og heilbrigðisstarfsfólki, kennurum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, fjölskyldufræðingum, prestum, djáknum, lögfræðingum, lögreglu og stjórnendum fyrirtækja og stofnana.

Markmið
Að fræða fagaðila um kynferðislegt ofbeldi og áreitni og afleiðingar þess. Að undirbúa fagaðila svo hann sé betur í stakk búinn til að mæta þolanda, sem segir frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni, á faglegan og hjálplegan hátt. Áhersla er lögð á mikilvægi fyrstu viðbragða fagaðila og afleiðingar þeirra. Kynnt eru til sögunnar úrræði sem fagaðilar geta vísað í.

  • Efnistök
  • Skilgreiningar á kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Mýtur tengdar viðfangsefninu
  • Afleiðingar ofbeldis
  • Að segja frá
  • Viðbrögð annarra, t.d. fagaðila, fjölskyldu, vina, kunningja og samstarfsfólks
  • Dæmigerð viðbrögð
  • Gagnleg viðbrögð
  • Ógagnleg viðbrögð
  • Afleiðingar viðbragða
  • Úrræði
  • Samræður og spurningar

Fræðslan byggist á klínískum rannsóknum.

 

Lengd námskeiðs

Um er að ræða 60 mín námskeið þar sem einnig er boðið upp á virkar umræður og spurningar.