Dr. og klínískur næringarfræðingur
Dr. Berglind Blöndal vinnur eftir Health at Every Size (HAES) módelinu þar sem áhersla er lögð á að ná sáttum við eigin líkama og öðlast það heilbrigði sem er á okkar valdi stendur hvað varðar mataræði.
Fyrirspurn eða bóka tíma
Tekið er á móti tímapöntunum í síma 510-6500.
Í sameiningu munum við finna leiðir til þess að frelsa okkur frá megrunarmenningu og einblína á að nærast til að uppfylla orkuþörf ásamt því að auka vellíðan og draga úr streitu tengt mataræði.
Berglind býður upp á þjálfun í að borða eftir okkar eigin innsæi (intuitive eating).
Í fyrsta tímanum er máltíðarmunstur greint og farið ítarlega yfir fæðissögu einstaklingins. Næringartengdur vandi er síðan greindur og unnið út frá þeirri greiningu í átt að bættu sambandi við mat.
Næringarmeðferð hjá næringarfræðingi felur alltaf í sér einstaklingsmiðaða nálgun þar sem unnið er út frá vanda einstaklingsins. Ef þörf er á er sá sem kemur í meðferð sendur í blóðprufu.
Berglind er sérhæfð í næringu aldraðra, átröskun og vannæringu.
Þeir sem gætu gagnast næringarmeðferð hjá Berglindi eru:
- Aldraðir einstaklingar
- Þeir sem hafa jójóað upp og niður í þyngd í gegnum árin og vilja komast út úr megrunarlestinni
- Fólk með átröskun (anorexia, búlemía, binge eating disorder o.fl.)
- Fólk með vannæringu eða eru með lélegt næringarástand
- Fólk sem er með skort á vítamíni/um og/eða steinefni/um
- Fólk sem er með nýrnasjúkdóm
- Fólk sem hefur farið í magahjáveituaðgerð eða magaermisaðgerð
- Fólk sem er með krabbamein
- Fólk sem er með sykursýki
- Fólk sem er að glíma við þunglyndi/kvíða
- Fólk með þvagsýrugigt
- Fólk með gigtarsjúkdóma
- Fólk með ofnæmi eða óþol fyrir einhverju úr matnum
- Fólk með meltingartruflanir eins og IBS og IBD, uppþembu, niðurgang, hægðatregðu, o.fl.
- Fólk með Parkinson, bæði aukin orkuþörf og flókið að taka lyf og uppfylla próteinþörf
- Fólk með bólgur í líkama
Og fleira og fleira