Fara á efnissvæði
Helga-Hronn-Oladottir

Helga Hrönn Óladóttir

Streituráðgjöf og fræðsla

FYRIRSPURN EÐA BÓKA TÍMA

Tekið er á móti tímapöntunum í síma 510-6500. 

Helga Hrönn er umdæmisstjóri Streituskólans á Norðurlandi. Hún starfar sem fyrirlesari og hefur sinnt umdæmisstjórn Forvarna ehf/Streituskólans á Norðurlandi undanfarin ár. Fræðsluerindin eru lífleg, fræðandi og leggur Helga Hrönn ríka áherslu á virkan þátt og umræður þátttakenda. Helga Hrönn hefur talað fyrir hundruði fyrirtækja ásamt því að veita jafningjafræðslu fyrir einstaklinga. Þá hefur hún komið að úrvinnslu þyngri mála innan fyrirtækja á borð við einelti og annarskonar samskiptavanda.

Helstu erindi Helgu Hrannar snúa að streituforvörnum, árangursríkum samskiptum, tímastjórnun, mannauðsstjórnun, sálfélagslegum stuðning á erfiðum tímum, vinnustaðamenningu og breytingastjórnun.

Helga Hrönn lauk MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands en áður kláraði hún BS í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla. Það má því með sanni segja að áhugasvið hennar snúi að mannlegum þáttum frá vöggu til grafar. Helga Hrönn er einnig starfandi mannauðs- og verslunarstjóri í dag en einnig sinnir hún kórstjórn. Þá hefur Helga Hrönn sinnt stundarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskólann á Akureyri á Heilbrigðisvísindasviði.

Helga Hrönn hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu á sviði stjórnunarstarfa, stefnumótunar, mannauðsstjórnunar, þjónustu og umönnunarstarfa. Einnig sinnir hún sjálfboðastarfi hjá Rauða Krossi Íslands.

Fyrirlestrar, fræðsla og vinnustofur

  • Sigraðu streituna
  • Tæklaðu tímann með tímastjórnun
  • Sigraðu storminn
  • Stoppustöðin
  • Farsæl framtíð
  • Árangursrík samskipti og vinnustaðamenning
  • Eflum unga fólkið okkar