Fara á efnissvæði
Steinunn Ragnarsdóttir

Steinunn Ragnarsdóttir

Alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi

FYRIRSPURN EÐA BÓKA ÞJÓNUSTU

Ertu með fyrirspurn eða viltu bóka þjónustu?
Sendu okkur skilaboð eða hafðu samband í síma 510-6500

Steinunn Ragnarsdóttir hefur átt glæsilegan feril sem leiðandi stjórnandi í menningarlífi landsins um árabil og starfar nú sem alþjóðlegur ráðgjafi fyrir stjórnendur, fyrirtæki, stofnanir og stjórnsýslu. Hún kemur reglulega fram á ýmsum alþjóðlegum ráðstefnum þar sem hún tekur þátt í umræðum og heldur m.a. erindi um skapandi stjórnun og gagnreyndar leiðir til velferðar og árangurs.


Menntun og reynsla

Steinunn lauk meistaragráðu í píanóleik frá New England Conservatory og stofnaði Reykholtshátíðina þegar hún kom heim úr framhaldsnámi. Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland, en Steinunn var valin úr stórum hópi stjórnenda listastofnanna til þess að taka þátt í náminu sem var styrkt af DeVos Institute for Arts Management. Hún lauk síðan Executive Leadership námi frá Harvard Business School árið eftir.
 
Steinunn hefur einnig lokið diplómanámi á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni sem er skapandi leið til lausna og þróunar sem nýtist vel m.a. í stefnumótun einstaklinga, hópa og fyrirtækja. Steinunn býður m.a. upp á skapandi vinnustofur með aðferðinni sem fyrirtæki geta bókað sem námskeið eða fyrir starfsdaga.

Steinunn hefur það að leiðarljósi að efla aðra til árangurs og velgengni og miðla af eigin reynslu og menntun. Hún leggur áherslu á að virkja skapandi hugsun og velferð með vísindalega rannsökuðum leiðum sem kalla fram lausnir, hugmyndir og þekkingu með það að markmiðið að auka lífsgæði og hamingju í lífi og starfi.

Fyrirlestrar / námskeið

  • Að líða vel í vinnunni
  • Að skapa öruggt rými - opin samskipti á vinnustaðnum
  • Fjölmenning á vinnustað – áskoranir og tækifæri
  • Farsæl starfslok – nýtt upphaf
  • Hvernig leiðtogi viltu vera?
  • Jákvæð forysta
  • Jákvæð öldrun
  • Skapandi leiðir til velferðar
  • Skapandi stjórnun
  • Stefnumótun fyrirtækja 
  • Það fær enginn hugmynd í vondu skapi 

Vinnustofur

  • Virkjaðu skapandi hugsun
  • Persónuleg stefnumótun
  • Styrkleikavinnustofa
  • Skapaðu eigin velgengni 

Vinnustofur með LEGO® SERIOUS PLAY® aðferðinni

Skapandi leiðir til lausna og árangurs 

Möguleikar á viðfangsefnum með LSP eru nánast óendanlegir, en hér eru nokkur dæmi;

  • Stefnumótun í rauntíma 
  • Aukið traust í teyminu 
  • Samstilling markmiða 
  • Bætt upplýsingarflæði
  • Endurgjöf á vinnustað  
  • Birtingarmynd fyrirtækisins 
  • Bætt verkaskipting teymisins

Vinnustofurnar með LEGO®️ SERIOUS PLAY®️ aðferðinni eru sérsniðnar eftir viðfangsefni og óskum hverju sinni að undangengnu viðtali til þess að skilgreina áskorun og markmið hverrar vinnustofu ásamt tímalengd.