Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Að líða vel í vinnunni
Fyrirlesturinn hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðri vinnustaðamenningu og er umhugað um vellíðan á vinnustað.
Góð vinnustaðamenning og gildi þess að líða vel í vinnunni hefur öðlast meira vægi með árunum um leið og kulnun og örmögnun í starfi verður æ algengari. Þess vegna er mikilvægt að vinnustaðir bregðist við með fyrirbyggjandi aðgerðum sem fjallað er um í þessum fyrirlestri ásamt ýmsum leiðum til þess að tryggja öryggi á vinnustað bæði líkamlegt og sálrænt.
Á fyrirlestrinum er m.a. fjallað um:
- Öndvegissúlurnar fimm sem leggja grunninn að góðri líðan á vinnustað.
- Hvaða þættir hafa mest áhrif á starfsánægju og vinnuframlegð.
- Hvað einkennir vinnustaði sem skapa starfsfólki öruggt umhverfi.
- Hvaða áhrif hefur mismunandi stjórnun á velferð á vinnustað.
Fyrirlesturinn hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðri vinnustaðamenningu og er umhugað um vellíðan á vinnustað. Þetta á bæði við um þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á, en einnig þá sem eru á ábyrgð vinnustaða og stjórnenda.
Tímalengd
45-60 mín eða samkvæmt samkomulagi.