Stjórnandi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félagsfræðingur, MA.
Fjölskyldufræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Áhrif streitu á líðan og samskipti
Streita getur komið fram í líðan og samskiptum. Með streitustjórnun og líkamsmiðuðum aðferðum er hægt að draga úr streitueinkennum.
Í fyrirlestrinum er fjallað almennt um streitu og hvernig hún getur komið fram í líðan og samskiptum. Fjallað er um þolmörk, drif- og sefkerfi líkamans og hvernig streitan getur verið bæði til gagns og ógagns.
Farið er yfir leiðir til að takmarka streitu í daglegu lífi, ná betri stjórn á streitunni og kenndar líkamsmiðaðar aðferðir til að draga úr streitueinkennum.
Tímalengd: 45 mín