Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Bragi Reynir Sæmundsson

Sálfræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Best þegar á reynir

Hvernig hámarka ég árangur minn og næ fram því besta sem máli skiptir? Í þessum fyrirlestri er áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi.

Verkfærakista afreksfólks

Hvernig hámarka ég árangur minn? Hvernig getum við unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir?

Reynslan sýnir að flestir trúi því að þeir geti bætt sig á einhverjum sviðum. Til þess að svo megi verða er þó mikilvægt að tileinka sér rétt hugarfar. En hvað einkennir hugarfar þeirra sem ná jafnan sínu besta fram, jafnvel við krefjandi aðstæður?

Áhersla er lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi. Til dæmis hvernig við setjum okkur háleit markmið og náum þeim. Hvernig unnt er að bregðast við mótlæti með farsælum hætti ásamt því að laða fram það besta í öðrum.

Lengd fyrirlesturs

Allt frá 45 mín. upp í 3ja tíma vinnustofu, eða eftir samkomulagi.