Stjórnandi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félagsfræðingur, MA. Fjölskyldufræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

EKKO fræðsla
Spornum við óæskilegri hegðun og byggjum upp heilbrigðan vinnustað sem styður við sálfélagslegt öryggi og vellíðan starfsfólks.
Fræðsluerindi sem miðar að því að auka skilning og vitund stjórnenda sem og starfsfólks á einelti, kynferðislegri áreitni,
kynbundnu ofbeldi og ofbeldi.
Fjallað er um skilgreiningar, birtingarmyndir, verndandi þætti og áhættuþætti á vinnustöðum.
Þá er farið yfir hvernig hægt er að sporna gegn slíkri hegðun og byggja í staðinn upp heilbrigðan vinnustað sem styður við sálfélagslegt öryggi og vellíðan.
Tímalengd
45 til 60 mín