Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi

Farsæl starfslok - Nýtt upphaf

Starfslokin eru ein mikilvægustu tímamótin í lífi okkar og til þess að takast á við þær breytingar á farsælan hátt skiptir góður undirbúningur sköpum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að nálgast starfslokin eða hafa þegar hafið ferlið og vilja vera vel undirbúin.

Hafðu samband

Bóka námkeið eða senda fyrirspurn

Starfslokin eru ein mikilvægustu tímamótin í lífi okkar og til þess að takast á við þær breytingar á farsælan hátt skiptir góður undirbúningur sköpum.

Á námskeiðinu verða kynntar ýmsar áhrifaríkar og gagnreyndar aðferðir til þess að geta notið 3ja æviskeiðsins og átt ánægjuleg starfslok með aðstoð hagnýtra verkfæra til þess að gera ferlið sem árangursríkast. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að nálgast starfslokin eða hafa þegar hafið ferlið og vilja vera vel undirbúin.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Skipulagningu og undirbúning starfsloka
  • Helstu lífeyrisréttindi og ferlið að hefja töku eftirlauna
  • Séreignasparnað og endurskipulagningu fjármála
  • Áhrifaríkar aðferðir til að styrkja velferð og hamingju
  • Leiðir til þess að efla félagsleg tengsl og auka virkni
  • Persónulega stefnumótun og markmiðasetingu

Ávinningur;

  • Hagnýt þekking og verkfæri 
  • Aukin öryggistilfinning og skýr markmið
  • Hæfni til þess að efla eigin velferð og heilsu


Hvenær

Mánudagur, 8. desember 

kl. 9:00-12:00

 

Hvar

Heilsuvernd, 3. hæð
Urðarhvarfi 14, 203 Kópavogur

 

Verð: 34.900 kr.


Athugið, stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja ákveðið nám og námskeið. Kannaðu þinn rétt hjá þínu stéttarfélagi.